Leik lokið: Keflavík 1 - 3 Fylkir | Árbæingar sækja mikilvæg stig í botnbaráttunni Dagur Lárusson skrifar 1. október 2023 16:00 Mynd úr fyrri viðureign liðanna í sumar Fylkir er hársbreidd frá því að halda sæti sínu Bestu deild karla eftir frábæran endurkomu sigur á Keflavík suður með sjó í dag. Fyrir leikinn var það vitað að Keflavík var fallið úr Bestu deildinni eftir tap gegn Fram í vikunni en örlög Fylkis voru þó ekki ákveðin. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragdaufur en hvorugu liðinu tókst að skapa alvöru færi. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins þar sem Keflavík fékk hornspyrnu sem Sami Kamel tók, boltinn fór framhjá öllum inn á teig og endaði hjá Edon Osmani sem tók viðstöðulaust skot og boltinn söng í netinu. Staðan 1-0 í hálfleik. Fylkismenn mættu virkilega öflugir til leiks í seinni hálfleiknum og náðu að jafna leikinn strax á 51. mínútu. Frábær sending inn á teig á Pétur Bjarnason sem potaði boltanum að marki og í Þórð, markmann Keflavíkur, og þaðan fór boltinn fyrir fætur Ásgeirs Eyþórssonar sem kom honum í markið. Staðan orðin 1-1. Fylkir hélt áfram að sækja næstu mínúturnar og fékk þó nokkuð margar hornspyrnur. Eina slíka fengu þeir á 63.mínútu og var það Arnór Breki sem tók hana og kom hann með fasta sendingu inn á markteiginn þar sem Orri Sveinn kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 1-2, gestirnir með verðskuldaða forystu. Fylkismenn héldu áfram að sækja og á 69. Mínútu fór Ásgeir Orri, markvörður Keflavíkur, út í vonlaust úthlaup og endaði með því að hlaupa Nikulás Val niður og því dæmd vítaspyrna. Benedikt Daríus fór á punktinn og kom Fylki í 1-3. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkir því hársbreidd frá því að halda sæti sínu í deildinni en það gæti orðið staðfest seinna í dag tapi ÍBV gegn HK. Afhverju vann Fylkir? Hvorugt liðið gaf verið stolt af spilamennsku sinni í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum voru Fylkismenn virkilega ákveðnir og staðráðnir í að vinna leikinn, það sást strax frá fyrstu mínútu seinni hálfleiksins. Spurning hvort að Rúnar hafi látið sína menn heyra það í hálfleiknum. Hverjir stóðu uppúr? Orri Sveinn var frábær í liði Fylkis. Stóð vaktina vel í vörninni en var einnig sífellt ógnandi í föstum leikatriðum og skoraði með skalla eftir eitt slíkt. Hvað fór illa? Þrátt fyrir að hafa náð að skora eitt mark þá var sóknarleikur Keflavíkur hvergi sjáanlegur í leiknum og í seinni hálfleiknum féll varnarleikurinn líka. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fer fram næstu helgi þar sem Keflavík mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á meðan Fylkir mætir Fram á heimavelli. Rúnar Páll Sigmundsson: Vorum að flækja hlutina Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur og karakterinn í þessu liði,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Mér fannst þetta var einstefna í fyrri hálfleik, við vorum mikið betri en við lendum undir sem mér fannst ekki sanngjarnt,“ hélt Rúnar áfram að segja. Rúnar talaði um það að hann hafi talað um það í hálfleiknum að liðið þyrfti ekki að flækja hlutina svona mikið. „Ég talaði um það í hálfleiknum að við værum að flækja hlutina of mikið. Ég vildi að við myndum einbeita okkur að því að gera einföldu hlutina rétt eins og föst leikatriði og síðan skorum við úr föstum leikatriðum þannig ég er mjög sáttur með það.“ Rúnar talaði síðan um stuðninginn í stúkunni. „Það er fullt af fólki að koma að styðja okkur hérna og það hefur verið þannig í allt sumar og við erum gríðarlega þakklátir fyrir það. Núna sjáum við hvað þessi leikur gerir fyrir okkur, fylgjumst með leikjunum í dag og vonum það besta,“ endaði Rúnar Páll á að segja. Haraldur Freyr Guðmundsson: Seinni hálfleikurinn varð okkur að falli Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét „Það var seinni hálfleikurinn sem varð okkur að falli hérna í dag,“ byrjaði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. „Við dekkum ekki leikmennina inn á teig og þess vegna fáum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Mér fannst við spila frekar vel í fyrri hálfleiknum og mér fannst við vera verðskuldað yfir í hálfleik en síðan auðvitað töpum við 3-1,“ hélt Haraldur áfram að segja. Haraldur talaði um það fyrir leik að sínir leikmenn hafi þurft að spila fyrir stoltið og fyrir félagið. Hann vildi meina að hann hafi séð vott að því. „Já, já, ég get alveg sagt að ég hafi séð leikmenn vera virkilega að reyna hérna í dag. Það getur oft brugðið til beggja vona þegar þú ert ekki að spila fyrir neitt en þegar Fylkir skora þá fanns mér allur krafturinn vera hjá þeim en ekki okkur,“ endaði Haraldur Freyr á að segja. Besta deild karla Fylkir Keflavík ÍF
Fylkir er hársbreidd frá því að halda sæti sínu Bestu deild karla eftir frábæran endurkomu sigur á Keflavík suður með sjó í dag. Fyrir leikinn var það vitað að Keflavík var fallið úr Bestu deildinni eftir tap gegn Fram í vikunni en örlög Fylkis voru þó ekki ákveðin. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragdaufur en hvorugu liðinu tókst að skapa alvöru færi. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútu hálfleiksins þar sem Keflavík fékk hornspyrnu sem Sami Kamel tók, boltinn fór framhjá öllum inn á teig og endaði hjá Edon Osmani sem tók viðstöðulaust skot og boltinn söng í netinu. Staðan 1-0 í hálfleik. Fylkismenn mættu virkilega öflugir til leiks í seinni hálfleiknum og náðu að jafna leikinn strax á 51. mínútu. Frábær sending inn á teig á Pétur Bjarnason sem potaði boltanum að marki og í Þórð, markmann Keflavíkur, og þaðan fór boltinn fyrir fætur Ásgeirs Eyþórssonar sem kom honum í markið. Staðan orðin 1-1. Fylkir hélt áfram að sækja næstu mínúturnar og fékk þó nokkuð margar hornspyrnur. Eina slíka fengu þeir á 63.mínútu og var það Arnór Breki sem tók hana og kom hann með fasta sendingu inn á markteiginn þar sem Orri Sveinn kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Staðan orðin 1-2, gestirnir með verðskuldaða forystu. Fylkismenn héldu áfram að sækja og á 69. Mínútu fór Ásgeir Orri, markvörður Keflavíkur, út í vonlaust úthlaup og endaði með því að hlaupa Nikulás Val niður og því dæmd vítaspyrna. Benedikt Daríus fór á punktinn og kom Fylki í 1-3. Fleiri urðu mörkin ekki og Fylkir því hársbreidd frá því að halda sæti sínu í deildinni en það gæti orðið staðfest seinna í dag tapi ÍBV gegn HK. Afhverju vann Fylkir? Hvorugt liðið gaf verið stolt af spilamennsku sinni í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum voru Fylkismenn virkilega ákveðnir og staðráðnir í að vinna leikinn, það sást strax frá fyrstu mínútu seinni hálfleiksins. Spurning hvort að Rúnar hafi látið sína menn heyra það í hálfleiknum. Hverjir stóðu uppúr? Orri Sveinn var frábær í liði Fylkis. Stóð vaktina vel í vörninni en var einnig sífellt ógnandi í föstum leikatriðum og skoraði með skalla eftir eitt slíkt. Hvað fór illa? Þrátt fyrir að hafa náð að skora eitt mark þá var sóknarleikur Keflavíkur hvergi sjáanlegur í leiknum og í seinni hálfleiknum féll varnarleikurinn líka. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fer fram næstu helgi þar sem Keflavík mætir ÍBV í Vestmannaeyjum á meðan Fylkir mætir Fram á heimavelli. Rúnar Páll Sigmundsson: Vorum að flækja hlutina Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego „Ég er gríðarlega sáttur með þennan sigur og karakterinn í þessu liði,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Mér fannst þetta var einstefna í fyrri hálfleik, við vorum mikið betri en við lendum undir sem mér fannst ekki sanngjarnt,“ hélt Rúnar áfram að segja. Rúnar talaði um það að hann hafi talað um það í hálfleiknum að liðið þyrfti ekki að flækja hlutina svona mikið. „Ég talaði um það í hálfleiknum að við værum að flækja hlutina of mikið. Ég vildi að við myndum einbeita okkur að því að gera einföldu hlutina rétt eins og föst leikatriði og síðan skorum við úr föstum leikatriðum þannig ég er mjög sáttur með það.“ Rúnar talaði síðan um stuðninginn í stúkunni. „Það er fullt af fólki að koma að styðja okkur hérna og það hefur verið þannig í allt sumar og við erum gríðarlega þakklátir fyrir það. Núna sjáum við hvað þessi leikur gerir fyrir okkur, fylgjumst með leikjunum í dag og vonum það besta,“ endaði Rúnar Páll á að segja. Haraldur Freyr Guðmundsson: Seinni hálfleikurinn varð okkur að falli Haraldur Freyr er þjálfari KeflavíkurVísir/Hulda Margrét „Það var seinni hálfleikurinn sem varð okkur að falli hérna í dag,“ byrjaði Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, að segja eftir leik. „Við dekkum ekki leikmennina inn á teig og þess vegna fáum við mörk á okkur úr föstum leikatriðum. Mér fannst við spila frekar vel í fyrri hálfleiknum og mér fannst við vera verðskuldað yfir í hálfleik en síðan auðvitað töpum við 3-1,“ hélt Haraldur áfram að segja. Haraldur talaði um það fyrir leik að sínir leikmenn hafi þurft að spila fyrir stoltið og fyrir félagið. Hann vildi meina að hann hafi séð vott að því. „Já, já, ég get alveg sagt að ég hafi séð leikmenn vera virkilega að reyna hérna í dag. Það getur oft brugðið til beggja vona þegar þú ert ekki að spila fyrir neitt en þegar Fylkir skora þá fanns mér allur krafturinn vera hjá þeim en ekki okkur,“ endaði Haraldur Freyr á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti