Allt stefndi í björgun en eftir bátsbilun var háhyrningurinn aflífaður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. september 2023 12:08 Frá björgunaraðgerðunum sem báru því miður ekki árangur. ARIANNE GÄHWILLER Aflífa þurfti háhyrning eftir að björgunaraðgerðir í Gilsfirði, sem framan af gengu vonum framar, mistókust þegar bátur sem átti að toga dýrið út bilaði. Sérgreinadýralæknir hjá MAST segir að ekki hafi verið hægt að leggja meira á dýrið í ljósi þess að það hafði beðið í fimm daga. Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira
Ungt og hraust karldýr lokaðist innan brúar í Gilsfirði en þar hafði hann verið fastur í nokkra daga. Bíða þurfti átekta vegna gulrar veðurviðvörunar. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun, tók þátt í björgunaraðgerðunum, sem hófust í raun í fyrradag. „Í gær stóð til stóra aðgerðin að koma honum á flot og sigla með hann þessa fjögurra kílómetra leið sem hann þurfti að fara og undir brú í Gilsfirðinum. Brúin er stóra áskorunin vegna þess að hún er ekki fær fyrir þetta stórt dýr nema í hástreymisflóði af því það er sirka á tveggja vikna fresti sem það er. [...] Þarna er einhver hálftímagluggi sem við höfum til að komast undir brúna. Hún er það þröng og það kemur gífurlega mikið vatn þarna inn á flóðinu með þungum straumi og glugginn er akkúrat þegar skiptir í að flæða út aftur.“ Að aðgerðunum komu Landhelgisgæslan, slysavarnafélagið Landsbjörg, fulltrúi sveitarfélagsins, Hafrannsóknarstofnun, hvalasérfræðingur frá Háskóla Íslands og hvalaþjálfari. Fulltrúi sveitarfélagsins tekur ákvarðanir en út frá ráðgjöf fagfólksins. Háhyrningurinn, sem kallaður var Sævar-strand, var afskaplega samvinnuþýður allan tímann. „Þegar við þurftum að komast undir haus þá lyfti hann haus og þegar við settum seglið undir sporðinn þá lyfti hann sporðinum. Það var mjög hjálplegt.“ Allt hafði gengið vel framan af en síðan tók að síga á ógæfuhliðina. „Við göngum þarna út með hvalinn í taum og jú, það er í fyrsta skiptið sem við förum í göngutúr með háhyrning í taum. Það er það grunnt þarna við gátum gengið nokkurn spöl tvær bara og toguðum hann með okkur og svo þegar kom að því að við náðum ekki að fóta okkur lengur og dýptin orðin of mikil og báturinn átti að veita okkur tog þá bara fer hann ekki í gang.“ Eftir að báturinn bilaði og enginn annar tækjakostur í augnsýn, hvorki í gær né í dag, þurfti að taka erfiða ákvörðun. „Þá töldum við bara rétt að aflífun væri eina rétta ákvörðunin til að tryggja hans velferð í þessu,“ segir Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.
Dýr Reykhólahreppur Hvalir Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Sjá meira