Ryder Cup: Evrópa vann fyrstu fjórar viðureignirnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 10:29 Sepp Straka og Shane Lowry fagna góðu höggi Titilvörn Bandaríkjamanna á Ryder Cup hefst ekki vel. Lið Evrópu vann allar viðureignir í morgun og leiðir 4-0 eftir fyrstu fjórar keppnirnar þar sem spilaður var fjórmenningsleikur í holukeppni. Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. Racing to the first tee 🏁#RyderCup pic.twitter.com/Xzy7FGfyMt— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. Jon Rahm was so close to just the SEVENTH hole-in-one in Ryder Cup history 🤯 #RyderCup pic.twitter.com/phe1vfXc6Y— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. This afternoon's four-ball pairings.@ROLEX | #RyderCup pic.twitter.com/47Rnh2WHDI— Ryder Cup (@rydercup) September 29, 2023 Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport.
Ryder-bikarinn Golf Tengdar fréttir Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Liðin í Ryder-bikarnum fullmönnuð Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið. 6. september 2023 22:00