Í myndböndunum er gert grín að vítaklúðri Osimhens gegn Bologna um liðna. Undir myndbandinu hljómar skræk rödd sem segir „gefðu mér vítaspyrnu“. Í öðru myndbandi á TikTok síðu Napoli er Osimhen líkt við kókoshnetu. Umboðsmaður þessa 24 ára gamla framherja hefur hótað því að fara í mál við félagið.
Í yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu Napoli í dag segist félagið þó aldrei hafa ætlað sér að móðga framherjann og að félagið harmi það að Osimhen hafi mögulega getað tekið myndböndunum þannig. Í yfirlýsingunni er Osimhen þó aldrei opinberlega beðinn afsökunar.
„Til að koma í veg fyrir að málinu sé snúið upp í eitthvað annað vill Napoli benda á það að félagið ætlaði sér aldrei að móðga eða gera grín að Victor Osimhen, sem er dýrmæt eign félagsins,“ segir í yfirlýsingunni.
„Sönnun á því er sú staðreynd að félagið stóð fast á sínu og hafnaði öllum tilboðum sem bárust að utan í framherjann í sumar.“