Hovland fór nefnilega holu í höggi á fimmtu holu sem er par fjögur hola á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu.
Sem betur fer var kveikt á myndavélunum og höggið ótrúlega náðist því á myndband. Það má sjá hér fyrir neðan.
VIKTOR HOVLAND MAKES A HOLE-IN-ONE ON A PAR 4! #TeamEurope pic.twitter.com/OnsEG19UC6
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2023
Hovland og nokkrir liðsfélaga hans fögnuðu afrekinu skiljanlega vel. Þeir vonast þó væntanlega eftir að fagna meira um helgina.
Hovland er að fara að keppa í Ryder-bikarnum í annað sinn. Norðmaðurinn þreytti Ryder-frumraun sína fyrir tveimur árum þegar Evrópa laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum, 19-9.
Ryder-bikarinn hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögunum á Vodafone Sport.