Real Madrid aftur á beinu brautina Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. september 2023 19:30 Joselu skoraði annað mark leiksins. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Real Madrid vann öruggan 2-0 sigur á heimavelli gegn UD Las Palmas í 7. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Madrídarliðið kemst þar með upp fyrir Barcelona sem mistókst að sigra Mallorca í gærkvöldi. Eftir svekkjandi tap í nágrannaslagnum gegn Atletico Madrid á dögunum gátu Real Madrid glaðst á nýjan leik í dag þegar liðið hampaði sigri gegn UD Las Palmas. Stórar spurningar hafa vaknað á síðustu dögum varðandi framtíð félagsins, stuðningsmenn voru virkilega óánægðir með tapið gegn erkifjendum sínum, svo virðist sem Carlo Ancelotti ætli að láta af störfum og Xabi Alonso taki við af honum eftir tímabilið. Madrídarliðið var betri aðilinn frá fyrstu mínútu gegn slökum mótherja í UD Las Palmas. Þeir stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn og fundu loks markið sem færði þeim forystuna rétt áður en flautað var til hálfleiks. Markið skoraði Brahím Diaz eftir stoðsendingu frá Lucas Vazquez, Diaz kláraði færið af miklu öryggi eftir góða fyrirgjöf Vazquez frá hægri kantinum. Hann sneri með boltann inni í teig og kom honum svo framhjá markverðinum og yfir línuna. Joselu tvöfaldaði svo forystuna á 54. mínútu með skallamarki eftir leiftrandi sprett og fyrirgjöf frá Rodrygo. Tveimur mörkum undir voru gestirnir svo gott sem sigraðir og Madrídarliðið þáði stigin þrjú með þökkum. Real Madrid situr nú í 2. sæti deildarinnar þegar sjö leikir hafa verið spilaðir, þeir koma sér einu stigi upp fyrir Barcelona með þessum sigri og saxa á óvænta forystu Girona á toppi deildarinnar. Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Eftir svekkjandi tap í nágrannaslagnum gegn Atletico Madrid á dögunum gátu Real Madrid glaðst á nýjan leik í dag þegar liðið hampaði sigri gegn UD Las Palmas. Stórar spurningar hafa vaknað á síðustu dögum varðandi framtíð félagsins, stuðningsmenn voru virkilega óánægðir með tapið gegn erkifjendum sínum, svo virðist sem Carlo Ancelotti ætli að láta af störfum og Xabi Alonso taki við af honum eftir tímabilið. Madrídarliðið var betri aðilinn frá fyrstu mínútu gegn slökum mótherja í UD Las Palmas. Þeir stjórnuðu leiknum allan fyrri hálfleikinn og fundu loks markið sem færði þeim forystuna rétt áður en flautað var til hálfleiks. Markið skoraði Brahím Diaz eftir stoðsendingu frá Lucas Vazquez, Diaz kláraði færið af miklu öryggi eftir góða fyrirgjöf Vazquez frá hægri kantinum. Hann sneri með boltann inni í teig og kom honum svo framhjá markverðinum og yfir línuna. Joselu tvöfaldaði svo forystuna á 54. mínútu með skallamarki eftir leiftrandi sprett og fyrirgjöf frá Rodrygo. Tveimur mörkum undir voru gestirnir svo gott sem sigraðir og Madrídarliðið þáði stigin þrjú með þökkum. Real Madrid situr nú í 2. sæti deildarinnar þegar sjö leikir hafa verið spilaðir, þeir koma sér einu stigi upp fyrir Barcelona með þessum sigri og saxa á óvænta forystu Girona á toppi deildarinnar.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Börsungar töpuðu stigum á Mallorca Barcelona þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 26. september 2023 21:44