Ólátabelgirnir í Ajax birta „aftökulista“ stjórnarfólks hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 13:30 Blysum var ítrekað hent inn á Johan Cruijff leikvanginn þangað til á endanum að leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Getty/Angelo Blankespoor Í dag verður aftur reynt að klára leik Ajax og Feyenoord í hollensku deildinni en það þurfti að hætta leik um síðustu helgi vegna óláta áhorfenda. Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside) Hollenski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Allt varð vitlaust á pöllunum eftir að Ajax lenti 3-0 undir á heimavelli á móti sínum erkifjendum. Dómarinn stöðvaði leikinn eftir 55 mínútur. Stuðningsmenn Ajax höfðu þá ítrekað kastað blysum inn á völlinn og þeir reyndu líka að eyðileggja sem mest á leið sinni af Johan Cruijff leikvanginum. Ofurstuðningsmannasveit Ajax, F-side, ætlar nefnilega að gera allt til að kalla fram breytingar á stjórn félagsins. Ajax hefur byrjað tímabilið hræðilega en liðið er í fjórtánda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Leikurinn á að klárast í dag en þá verða síðustu 35 mínútur hans leiknar en engum áhorfendum verður þó hleypt inn á leikvanginn. Ólátabelgirnir í Ajax láta það ekki stoppa sig og ætla að hittast fyrir utan leikvanginn klukkutíma fyrir leik. F-side hafði heimtað að Sven Mislintat, yfirmanni knattspyrnumála hjá Ajax, yrði rekinn og þeim varð að ósk sinni eftir leikinn um helgina. Sveitin vill aftur á móti að allri stjórn félagsins verði vikið úr starfi. Þeir birtu því „aftökulista“ á samfélagsmiðlum og hótuðu aðgerðum í tengslum við leikinn í dag. Alls eru fimm manns á listanum fyrir utan Mislintat. Þau eru Pier Eringa, Georgette Schlick, Annette Mosman, Maurits Hendriks og Jan van Halst. View this post on Instagram A post shared by F-SIDE (@fside)
Hollenski boltinn Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira