Sport

Níu ára undra­barn slær í gegn á Asíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sýndi ótrúlega takta á Asíuleikunum.
Sýndi ótrúlega takta á Asíuleikunum. Zhizhao Wu/Getty Images

Hin níu ára Mazel Alegado er einstaklega fær á hjólabretti. Svo fær að hún fékk að keppa á Asíuleikunum þar sem hún hefur slegið í gegn.

Alegado kemur frá Filippseyjum og var yngsti meðlimur Filippseyja á Asíuleikunum. Hún var einnig yngsti keppandinn á leikunum sem fram fóru í Hangzhou í Kína. Þar endaði hún í 7. sæti.

Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Alegado hátt:„Ég er mjög stolt að komast hingað. Mig dreymir um að verða atvinnukona á hjólabretti. Ég myndi elska að komast á Ólympíuleikana.“

„Ég var mjög spennt yfir því að komast á Asíuleikana, það var mjög gaman,“ bætti hún við.

Draumur Alegado lifir góðu lífi en að venju eruyngstu keppendur Ólympíuleikanna í hjólabrettakeppninni. Kokona Hiraki frá Japan var aðeins 12 ára þegar hún nældi í silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2020 á meðan Sky Brown frá Bretlandi var aðeins ári eldri en hún endaði í 3. sæti á sömu leikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×