Frakkar hörfa frá Níger Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2023 09:04 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist hafa miklar áhyggjur af ástandinu á Sahel-svæðinu. AP/Christophe Ena Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að sendiherra Frakklands í Níger og allir hermenn landsins þar myndu snúa aftur heim fyrir lok þessa árs. Tveir mánuðir eru síðan herinn tók völdin í Níger og fangelsaði forsetann Mohamed Bazoum. Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu. Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Síðan þá hefur herforingjastjórnin krafist þess að Frakkar kalli allt sitt fólk aftur heim en Macron sagði þá að herforingjarnir hefðu ekki umboð til þess, þar sem valdarán þeirra væri ólöglegt. Macron tilkynnti svo í gær að Sylvain Itte, sendiherrann, og erindrekar Frakklands myndu fara aftur heim á næstu klukkutímum. Hermenn myndu svo fylgja eftir á næstu vikum og mánuðum og að engir franskir hermenn yrðu í landinu fyrir áramótin, samkvæmt frétt France24. Sjá einnig: Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Herforingjastjórnin í Níger sagði tilkynningu Macrons vera „nýtt skref í átt að fullveldi“ landsins. Macron segist hafa tekið þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við Bazoum, sem er í stofufangelsi. Hann var kjörinn forseti árið 2021, í fyrstu friðsömu valdaskiptum Níger frá því landið hlaut sjálfstæði. Árásum fjölgar eftir valdarán Um 1.500 franskir hermenn eru í Níger þar sem þeir hafa verið að berjast gegn hryðjuverkahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Það er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Al-Qaeda, ISIS og fleiri hryðjuverkahópar hafa verið virkir á þessu svæði um árabil. Rúmlega þúsund bandarískir hermenn eru enn í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Ofbeldið hefur þá aukist í þeim löndum og árásum hryðjuverkamanna fjölgað. Macron sagði í yfirlýsingu sinni að svo virtist sem herforingjastjórnin í Níger hefði ekki lengur áhuga á að berjast gegn vígahópum. Sjá einnig: Sendir herforingjastjórn Níger tóninn AP fréttaveitan sagði frá því fyrir helgi að árásum vígamanna í Malí, nágrannaríki Níger, hefði fjölgað mjög á undanförnum vikum. Frá því friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hefðu byrjað að hörfa frá norðurhluta landsins hefði fjöldi árása tvöfaldast og á einum mánuði hefðu rúmlega 150 manns fallið í árásum vígamanna. Þá er útlit fyrir að friðarsamkomulag milli hers Malí og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins muni ekki halda. Sjá einnig: Tugir borgara féllu í árás hryðjuverkamanna í Malí Macron sagði í gær að hann hefði miklar áhyggjur af svæðinu. Herforingjastjórnir í Níger, Malí og Búrkína Fasó væru bandamenn óreiðu.
Frakkland Níger Malí Búrkína Fasó Tengdar fréttir Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14 Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Hermenn handtóku forseta Gabon Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. 30. ágúst 2023 12:14
Óttast um heilsu nígerska forsetans Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af heilsu og öryggi Mohameds Bazoum, forseta Nígers, sem hefur verið í stofufangelsi frá valdaráni hersins fyrir tveimur vikum. Honum er sagt haldið við ömurlegar aðstæður. 10. ágúst 2023 10:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila