Rapinoe: Líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 10:30 Megan Rapinoe kvaddi bandaríska landsliðið endanlega í nótt. Magnaður leikmaður og mögnuð baráttukona utan vallar líka. AP/Erin Hooley Bandaríska knattspyrnukonan Megan Rapinoe lék í nótt sinn síðasta landsleik en bandaríska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Suður Afríku í kveðjuleik goðsagnarinnar. Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Þetta var 203. landsleikur hinnar 38 ára gömlu Rapinoe en hún hafði tilkynnt það fyrir HM í sumar að hún ætlaði að hætta í landsliðinu eftir heimsmeistaramótið. Bandaríska landsliðið olli miklum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu og datt út í sextán liða úrslitum keppninnar. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Bandaríska sambandið skipulagði kveðjuleik fyrir Rapinoe sem og fyrir Julie Ertz sem fékk að kveðja í öðrum vináttulandsleik á móti Suður Afríku þremur dögum fyrr. Rapinoe bar fyrirliðabandið í leiknum í nótt og lék fyrstu 54 mínútur leiksins. Hún yfirgaf þá völlinn við dynjandi lófaklapp. Hún gat ekki haldið aftur af tárunum í leikslok enda mikil tímamót fyrir hana. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) „Það gerir mig mjög stolta að við náðum svona góðum árangri inn á fótboltavellinum en ég er líka stolt af því af við gerðum heiminn að aðeins betri stað,“ sagði Megan Rapinoe. Þar vísar hún til þess að Rapinoe fór fyrir réttindabaráttu landsliðsins utan vallar en bandaríska kvennalandsliðið fær nú loksins sömu bónusa og umgjörð og karlalandsliðið. Rapinoe varð tvisvar sinum heimsmeistari með bandaríska landsliðinu og vann bæði Ólympíugull og Ólympíubrons með liðinu. Hápunktur ferilsins var örugglega HM 2019 þegar Rapinoe var bæði valin besti leikmaður mótsins sem og að hún varð markadrottning. Í kringum mótið vakti hún líka heimsathygli sitt við orðastríð við þáverandi forseta Bandaríkjanna Donald Trump. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira