Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2023 14:00 Styttan af Hachiko fyrir utan lestarstöðina í Shibuya í Tókýó. flickr Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó. Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma. Japan Hundar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma.
Japan Hundar Dýr Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira