Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. september 2023 13:30 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar á skrifstofunni sinni þar sem hann hefur meira en nóg að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn. Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Íbúar í Snæfellsbæ hafa síðustu ár verið um sautján hundruð en á þessu ári hefur þeim fjölgað um þrjátíu, sem er gleðiefni að sögn Kristins Jónassonar bæjarstjóra en það er þó eitt vandamál í stöðunni. „Okkur vantar bara meira húsnæði fyrir fólk. Það er næg atvinna, okkur vantar ofboðslega mikið af fólki í öll störf en til þess að geta tekið á móti því þá þurfum við að byggja meira húsnæði, sem við höfum aðeins verið að gera núna en mætti vera meira. Hér er alltaf nóg að gera og hefur alltaf verið,“ segir Kristinn. Ferðamennirnir eru út um allt á Snæfellsnesi. Hér eru ferðamenn til dæmis að fara í skoðunarferð í Vatnshellirinn, sem er í Purkhólahrauni sunnan við Snæfellsjökul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðaþjónusta í Snæfellsbæ blómstrar en Kristinn segist sjaldan eða aldrei hafa séð eins mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu eins og í sumar og í haust. „Já, það er alltaf mikið af ferðamönnum í sveitarfélaginu og við höfum gert það með skipulögðum hætti að byggja upp áningarstaði á svæðinu þannig að við getum tekið á móti fólki þannig að sómi sé af,“ segir bæjarstjórinn og bætir við. Það eru mikil umsvif í kringum Snæfellsjökuls þjóðgarð þegar ferðamenn eru annars vegar, íslenskir og erlendir.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þjóðgarðurinn er náttúrulega rosalega öflugur og skiptir okkur miklu máli að hafa svona öflugan þjóðgarð og hann hefur verið að byggja upp innviðina líka. Þannig að sveitarfélagið og þjóðgarðurinn hefur verið að gera þetta til þess að geta tekið á móti. Við erum til dæmis líka sveitarfélagið með mjög flott tjaldsvæði þannig að við erum alltaf að reyna að bæta okkur á hverjum degi til að gera betur en við gerðum í gær,“ segir Kristinn.
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mannfjöldi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira