Jafntefli í fjörugum Lundúnarslag Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 15:10 Heung-Min Son og James Maddison fagna seinna marki Tottenham sem Son skoraði og Maddison lagði upp, líkt og fyrra mark Tottenham. Vísir/Getty Arsenal tók á móti Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum. Liðin voru og eru jöfn að stigum í deildinni eftir fjörugt jafntefli í dag. Arnsel settu mikla pressu á Tottenham í dag sem gerðu þó vel í að halda boltanum og voru meira með hann í dag. Þung sókn Arsenal í upphafi leiks endaði með marki á 26. mínútu. Saka átti lang skot sem Romero ætlaði að hreinsa í horn en tókst einhvern veginn að senda boltann beinustu leið í eigið mark. Í stað þess að láta kné fylgja kviði hleyptu Arsenal gestunum inn í leikinn og Son skoraði glæsilegt jöfnunarmark á 42. mínútu þar sem hann kláraði þröngt færi í teignum með tvo menn í sér eftir fyrirgjöf frá Maddison. Arsenal fengu svo umdeilt víti á 54. mínútu en mjög svipað atvik kom upp í leik Manchester United og Tottenham fyrr á tímabilinu þar sem Tottenham sluppu með skrekkinn. Saka fór á punktinn og kom Arsenal yfir á ný. Dómari leiksins var varla búinn að flauta leikinn á á ný eftir markið þegar þeir félagar Maddison og Son voru aftur á ferðinni og Son jafnaði leikinn á ný. Nokkuð virtist dregið af báðum liðum þegar leið á leikinn og þrátt fyrir að tíu mínútum væri bætt við tókst hvorugu liðinu að skora og niðurstaðan sennilega nokkuð sanngjarnt jafntefli. Enski boltinn
Arsenal tók á móti Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum. Liðin voru og eru jöfn að stigum í deildinni eftir fjörugt jafntefli í dag. Arnsel settu mikla pressu á Tottenham í dag sem gerðu þó vel í að halda boltanum og voru meira með hann í dag. Þung sókn Arsenal í upphafi leiks endaði með marki á 26. mínútu. Saka átti lang skot sem Romero ætlaði að hreinsa í horn en tókst einhvern veginn að senda boltann beinustu leið í eigið mark. Í stað þess að láta kné fylgja kviði hleyptu Arsenal gestunum inn í leikinn og Son skoraði glæsilegt jöfnunarmark á 42. mínútu þar sem hann kláraði þröngt færi í teignum með tvo menn í sér eftir fyrirgjöf frá Maddison. Arsenal fengu svo umdeilt víti á 54. mínútu en mjög svipað atvik kom upp í leik Manchester United og Tottenham fyrr á tímabilinu þar sem Tottenham sluppu með skrekkinn. Saka fór á punktinn og kom Arsenal yfir á ný. Dómari leiksins var varla búinn að flauta leikinn á á ný eftir markið þegar þeir félagar Maddison og Son voru aftur á ferðinni og Son jafnaði leikinn á ný. Nokkuð virtist dregið af báðum liðum þegar leið á leikinn og þrátt fyrir að tíu mínútum væri bætt við tókst hvorugu liðinu að skora og niðurstaðan sennilega nokkuð sanngjarnt jafntefli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti