Bruno Fernandes tryggði Manchester United kærkomin þrjú stig með eina marki leiksins í sigri á Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.
Byrjun Manchester United hefur ekki verið eins og best er á kosið á þessu tímabili. Liðið hafði ekki unnið útileik fyrir leikinn gegn Burnley í dag, tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í vikunni og þá hafa leikmannamál félagsins verið í sviðsljósinu á neikvæðan hátt.
Í dag var United í heimsókn hjá Burnley. Erik Ten Hag kom nokkuð á óvart með liðsvali sínu. Hinn ungi Hannibal Mejbri var í byrjunarliðinu líkt og Jonny Evans en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur hans fyrir United síðan árið 2015.
Jonny Evans on his first start for Man United in 15 years:
— SPORTbible (@sportbible) September 23, 2023
88 minutes
Match-winning assist
Clean sheet
Disallowed goal
He done his boyhood club proud pic.twitter.com/E9e80D2LvR
Evans kom töluvert við sögu í fyrri hálfleiknum. Hann skoraði skallamark sem dæmt var af þar sem Rasmus Hojlund var rangstæður og þá lagði hann upp mark fyrir Bruno Fernandes.
Evans átti þá góða sendingu innfyrir vörn Burnley, Fernandes var þar mættur og tók boltann á lofti og skoraði með glæsilegu skoti í fjærhornið.
A WONDERFUL Bruno Fernandes volley sends Man United home with all 3 points at Turf Moor pic.twitter.com/KPaVDcHnTc
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 23, 2023
Í millitíðinni þurfti Jóhann Berg Guðmundsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en hann var í byrjunarliði Burnley.
Í síðari hálfleik reyndi lið Burnley ákaft að reyna að jafna metin. Þeir fengu nokkur hálffæri sem fóru forgörðum en United fékk sömuleiðis tækifæri til að auka forystuna.
Að lokum var það Manchester United sem fagnaði 1-0 sigri. Gríðarlega kærkomin stig fyrir lærisveina Erik Ten Hag og færir Hollendingnum auk þess smá andrými fyrir komandi viku.