Ten5ion upp að hlið Dusty á toppnum Snorri Már Vagnsson skrifar 21. september 2023 21:03 Ten5ion vann öruggan sigur er liðið mætti Þór í annarri umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. Ten5ion hefur þar með unnið báða leiki sína á tímabilinu til. Þórsarar tóku hnífalotuna á Anubis og kusu að hefja leik í sókn. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en liðin deildu fyrstu lotunum með sér fyrstu átta loturnar og staðan þá 4-4. Spilastíll Ten5ion einkenndist af afar sóknarhörðu spili og þeir brutu sig loks frá Þórsusum í 10. lotu og komu stöðunni í 4-6 eftir að stafla öllum leikmönnum sínum á sama stað. Ten5ion nýtti sér pressuna sem þeir fengu með forskotinu og sigruðu 3 lotur til viðbótar fyrir hálfleik og kláruðu þann fyrri með forskotið. Staðan í hálfleik: 6-9 Þórsarar stilltu sér í sóknarstöðu í seinni hálfleik og komu sprengjunni fljótt niður í fyrstu lotu en leikmenn Ten5ion felldu hins vegar alla mótherja sína og aftengdu sprengjuna. Leikmenn Ten5ion héldu stórleik sínum áfram og tóku lotu eftir lotu, en fellur leikmanna voru afar jafnar milli þeirra og þrír leikmenn höfðu yfir 20 fellur. Þórsarar náðu að taka eina lotu í seinni hálfleiknum en Ten5ion sýndu hvað þeir geta á Anubis og tóku sigur í leiknum. Lokatölur: 7-16 Ten5ion sitja nú ásamt NOCCO Dusty á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo sannfærandi sigra, en Þórsarar eru í 6. sæti með 2 stig. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn
Þórsarar tóku hnífalotuna á Anubis og kusu að hefja leik í sókn. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en liðin deildu fyrstu lotunum með sér fyrstu átta loturnar og staðan þá 4-4. Spilastíll Ten5ion einkenndist af afar sóknarhörðu spili og þeir brutu sig loks frá Þórsusum í 10. lotu og komu stöðunni í 4-6 eftir að stafla öllum leikmönnum sínum á sama stað. Ten5ion nýtti sér pressuna sem þeir fengu með forskotinu og sigruðu 3 lotur til viðbótar fyrir hálfleik og kláruðu þann fyrri með forskotið. Staðan í hálfleik: 6-9 Þórsarar stilltu sér í sóknarstöðu í seinni hálfleik og komu sprengjunni fljótt niður í fyrstu lotu en leikmenn Ten5ion felldu hins vegar alla mótherja sína og aftengdu sprengjuna. Leikmenn Ten5ion héldu stórleik sínum áfram og tóku lotu eftir lotu, en fellur leikmanna voru afar jafnar milli þeirra og þrír leikmenn höfðu yfir 20 fellur. Þórsarar náðu að taka eina lotu í seinni hálfleiknum en Ten5ion sýndu hvað þeir geta á Anubis og tóku sigur í leiknum. Lokatölur: 7-16 Ten5ion sitja nú ásamt NOCCO Dusty á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo sannfærandi sigra, en Þórsarar eru í 6. sæti með 2 stig.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn