Ten5ion upp að hlið Dusty á toppnum Snorri Már Vagnsson skrifar 21. september 2023 21:03 Ten5ion vann öruggan sigur er liðið mætti Þór í annarri umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. Ten5ion hefur þar með unnið báða leiki sína á tímabilinu til. Þórsarar tóku hnífalotuna á Anubis og kusu að hefja leik í sókn. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en liðin deildu fyrstu lotunum með sér fyrstu átta loturnar og staðan þá 4-4. Spilastíll Ten5ion einkenndist af afar sóknarhörðu spili og þeir brutu sig loks frá Þórsusum í 10. lotu og komu stöðunni í 4-6 eftir að stafla öllum leikmönnum sínum á sama stað. Ten5ion nýtti sér pressuna sem þeir fengu með forskotinu og sigruðu 3 lotur til viðbótar fyrir hálfleik og kláruðu þann fyrri með forskotið. Staðan í hálfleik: 6-9 Þórsarar stilltu sér í sóknarstöðu í seinni hálfleik og komu sprengjunni fljótt niður í fyrstu lotu en leikmenn Ten5ion felldu hins vegar alla mótherja sína og aftengdu sprengjuna. Leikmenn Ten5ion héldu stórleik sínum áfram og tóku lotu eftir lotu, en fellur leikmanna voru afar jafnar milli þeirra og þrír leikmenn höfðu yfir 20 fellur. Þórsarar náðu að taka eina lotu í seinni hálfleiknum en Ten5ion sýndu hvað þeir geta á Anubis og tóku sigur í leiknum. Lokatölur: 7-16 Ten5ion sitja nú ásamt NOCCO Dusty á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo sannfærandi sigra, en Þórsarar eru í 6. sæti með 2 stig. Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti
Þórsarar tóku hnífalotuna á Anubis og kusu að hefja leik í sókn. Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað en liðin deildu fyrstu lotunum með sér fyrstu átta loturnar og staðan þá 4-4. Spilastíll Ten5ion einkenndist af afar sóknarhörðu spili og þeir brutu sig loks frá Þórsusum í 10. lotu og komu stöðunni í 4-6 eftir að stafla öllum leikmönnum sínum á sama stað. Ten5ion nýtti sér pressuna sem þeir fengu með forskotinu og sigruðu 3 lotur til viðbótar fyrir hálfleik og kláruðu þann fyrri með forskotið. Staðan í hálfleik: 6-9 Þórsarar stilltu sér í sóknarstöðu í seinni hálfleik og komu sprengjunni fljótt niður í fyrstu lotu en leikmenn Ten5ion felldu hins vegar alla mótherja sína og aftengdu sprengjuna. Leikmenn Ten5ion héldu stórleik sínum áfram og tóku lotu eftir lotu, en fellur leikmanna voru afar jafnar milli þeirra og þrír leikmenn höfðu yfir 20 fellur. Þórsarar náðu að taka eina lotu í seinni hálfleiknum en Ten5ion sýndu hvað þeir geta á Anubis og tóku sigur í leiknum. Lokatölur: 7-16 Ten5ion sitja nú ásamt NOCCO Dusty á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvo sannfærandi sigra, en Þórsarar eru í 6. sæti með 2 stig.
Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti