„Við erum á tánum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. september 2023 20:00 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri biðlar til bankanna að taka vel á móti viðskiptavinum sem þurfa að endursemja. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir starfsfólk viðbúið. Vísir/Vilhelm/Einar Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti. Verðbólguhorfur hafa batnað, fá heimili eiga í greiðsluerfiðleikum, það er minnkandi spenna á íbúðamarkaði og bankarnir standa vel. Þetta eru jákvæðu tíðindin að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti niðurstöður sínar í dag. Eftir 14 stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð eru hins vegar blikur á lofti þegar kemur að heimilunum í landinu. Þar er farið að bera á að greiðslubyrði lána sé farin að þyngjast. Og á næstu mánuðum mun hún þyngjast enn meir þegar fastir vextir á stórum hluta óverðtryggra fasteigna lána losna í síðasta lagi árið 2025. Þá gæti til að mynda mánaðarleg greiðslubyrði fjörutíu milljón króna láns tvöfaldast. Ef lántakandi tekur hins vegar verðtryggt lán er greiðslubyrðin svipuð og í dag en það hægir gríðarlega á eignamyndun húsnæðisins í staðinn. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undanfarin misseri varað við verðtryggðum lánum en í dag kvað við nýjan tón þegar hann hvatti fólk til að fara yfir lánskjör sín. „Ég vil hvetja fólk til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar. Tímalengd lána, greiðslubyrði, mögulega blanda af lánum og taka eitthvað verðtryggt,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgunni sé hætta á að óverðtryggðir vextir hverfi. „Það er sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona mikla verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fólk gæti að því að greiðslubyrði lána fari ekki upp fyrir 35 prósent af ráðstöfunartekjum. „Okkur finnst eðlilegt að ef greiðslubyrði er að fara að hækka um meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum verði leitað allra leiða til að dreifa álaginu,“ segir hann. Ásgeir segir að fjármálastofnanir megi búast við holskeflu viðskiptavina sem vilji breyta fasteignalánum sínum á næstu tólf mánuðum. „Bankarnir hafa verið að bregðast vel við. Mesti þunginn er ekki kominn fram. Þá má velta fyrir sér hvort megi vera meira samræmi í þeim leiðum sem eru í boði hjá bönkunum,“ segir Ásgeir. Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir ekki hægt að samræma lánskjör milli viðskiptabankanna vegna samkeppnissjónarmiða ef Ásgeir eigi við það. „Við förum aldrei í samstarf eða samráð án þess að því sé vel stýrt af Seðlabankanum og það er hann sem setur skorður um þennan markað. En við vinnum ekki saman að vöruþróun eða neinu slíku,“ segir Lilja. Lilja segir að starfsfólk sé viðbúið því að viðskiptavinir vilji endursemja um fasteignalán hafi greiðslubyrði aukist mikið. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer. Það eru rosalega mörg tækifæri til að breyta lánsformi,“ segir Lilja. Fjármálastöðugleikanefnd segir rekstur bankanna ganga vel og því eigi þeir að geta boðið góð kjör. Lilja segir að litið sé til þess við vaxtaákvörðun og til samkeppnissjónarmiða. „Það var um tíu prósent arðsemi af rekstri bankans eða rétt rúmlega og það er ekki óhóflega arðsemi. Ég held að við séum að reyna að bjóða samkeppnishæfa vexti. Ef ég tala fyrir minn banka þá erum við að reyna að bjóða eins samkeppnishæf kjör og mögulegt er,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort að vanskil séu að aukast hjá viðskiptavinum svarar Lilja: „Nei, en eins og ég segi við erum bara á tánum,“ segir bankastjórinn að lokum. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Alþingi Verðlag Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Verðbólguhorfur hafa batnað, fá heimili eiga í greiðsluerfiðleikum, það er minnkandi spenna á íbúðamarkaði og bankarnir standa vel. Þetta eru jákvæðu tíðindin að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem kynnti niðurstöður sínar í dag. Eftir 14 stýrivaxtahækkanir Seðlabankans í röð eru hins vegar blikur á lofti þegar kemur að heimilunum í landinu. Þar er farið að bera á að greiðslubyrði lána sé farin að þyngjast. Og á næstu mánuðum mun hún þyngjast enn meir þegar fastir vextir á stórum hluta óverðtryggra fasteigna lána losna í síðasta lagi árið 2025. Þá gæti til að mynda mánaðarleg greiðslubyrði fjörutíu milljón króna láns tvöfaldast. Ef lántakandi tekur hins vegar verðtryggt lán er greiðslubyrðin svipuð og í dag en það hægir gríðarlega á eignamyndun húsnæðisins í staðinn. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur undanfarin misseri varað við verðtryggðum lánum en í dag kvað við nýjan tón þegar hann hvatti fólk til að fara yfir lánskjör sín. „Ég vil hvetja fólk til að skoða þá lánsmöguleika sem eru til staðar. Tímalengd lána, greiðslubyrði, mögulega blanda af lánum og taka eitthvað verðtryggt,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að ef ekki takist að ná tökum á verðbólgunni sé hætta á að óverðtryggðir vextir hverfi. „Það er sjálfhætt ef við ætlum að vera með svona mikla verðbólgu að byggja upp nafnvaxtakerfi,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að fólk gæti að því að greiðslubyrði lána fari ekki upp fyrir 35 prósent af ráðstöfunartekjum. „Okkur finnst eðlilegt að ef greiðslubyrði er að fara að hækka um meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum verði leitað allra leiða til að dreifa álaginu,“ segir hann. Ásgeir segir að fjármálastofnanir megi búast við holskeflu viðskiptavina sem vilji breyta fasteignalánum sínum á næstu tólf mánuðum. „Bankarnir hafa verið að bregðast vel við. Mesti þunginn er ekki kominn fram. Þá má velta fyrir sér hvort megi vera meira samræmi í þeim leiðum sem eru í boði hjá bönkunum,“ segir Ásgeir. Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir ekki hægt að samræma lánskjör milli viðskiptabankanna vegna samkeppnissjónarmiða ef Ásgeir eigi við það. „Við förum aldrei í samstarf eða samráð án þess að því sé vel stýrt af Seðlabankanum og það er hann sem setur skorður um þennan markað. En við vinnum ekki saman að vöruþróun eða neinu slíku,“ segir Lilja. Lilja segir að starfsfólk sé viðbúið því að viðskiptavinir vilji endursemja um fasteignalán hafi greiðslubyrði aukist mikið. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar áður en í óefni fer. Það eru rosalega mörg tækifæri til að breyta lánsformi,“ segir Lilja. Fjármálastöðugleikanefnd segir rekstur bankanna ganga vel og því eigi þeir að geta boðið góð kjör. Lilja segir að litið sé til þess við vaxtaákvörðun og til samkeppnissjónarmiða. „Það var um tíu prósent arðsemi af rekstri bankans eða rétt rúmlega og það er ekki óhóflega arðsemi. Ég held að við séum að reyna að bjóða samkeppnishæfa vexti. Ef ég tala fyrir minn banka þá erum við að reyna að bjóða eins samkeppnishæf kjör og mögulegt er,“ segir Lilja. Aðspurð um hvort að vanskil séu að aukast hjá viðskiptavinum svarar Lilja: „Nei, en eins og ég segi við erum bara á tánum,“ segir bankastjórinn að lokum.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Alþingi Verðlag Tengdar fréttir Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05 Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn. 20. september 2023 13:05
Sjálfhætt með óverðtryggða vexti ef verðbólga hjaðnar ekki Greiðslubyrði heimilanna hefur þyngst þrátt fyrir að áhrif vaxtahækkana Seðlabankans séu enn ekki komin fram af fullum þunga. Seðlabankastjóri hvetur heimilin enn á ný að huga að endurfjármögnun lána. Greiðslubyrðin eigi ekki að vera meira en 35 prósent af ráðstöfunartekjum. 20. september 2023 12:21