Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frettastofa_2021_1080x720_01

Greiðslubyrði fasteignalána mun hækka gífurlega næstu mánuði. Seðlabankastjóri telur tíma óverðtryggðra lána liðinn lækki vextir ekki. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við bankastjóra Landsbankans hvetur fólk til að endursemja um lánakjör áður en í óefni fer.

Þá heyrum við í eiganda Hvals hf. sem segir ekki hafa verið mögulegt fyrir hvalveiðimenn að drepa langreið, sem háði dauðastríð í rúman hálftíma, á skemmri tíma. Atvikið átti sér stað 7. september síðastliðinn og varð til þess að veiðar um borð í Hval 8 voru stöðvaðar tímabundið. Matvælastofnun hefur aflétt banninu, að uppfylltum tveimur skilyrðum.

Mikil átök hafa geisað í héraðinu Nagorno-Karabakh síðasta sólarhring. Hersveitir aðskilnaðarsinna Armena í héraðinu gáfust upp fyrir aserskum hersveitum í morgun. Þúsundir Armena bíða þess að flýja héraðið en það eru teikn á lofti að Aserar ætli að ráðast í þjóðernishreinsun á Armenum á svæðinu.

Við skellum okkur líka á frumsýningu heimildarmyndarinnar Soviet Barbara sem fjallar um ævintýri myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar í Moskvu, þegar hann setti þar upp sýningu árið 2021.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×