Emma Ósk vill leiða Uppreisn Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 10:23 Emma Ósk Ragnardóttir er 24 ára stjórnmálafræðingur. Aðsend Emma Ósk Ragnarsdóttir hefur gefið kost á sér til að taka við embætti formanns í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Landsfundur Uppreisnar fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi. Í tilkynningu segir að Emma sé 24 ára stjórnmálafræðingur sem hafi tekið virkan þátt í starfi Viðreisnar og Uppreisnar frá árinu 2022 þegar hún tók sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. „Hún situr nú í annað skipti í stjórn Viðreisnar í Reykjavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Uppreisnar síðastliðið ár. Emma útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur vorið 2021 og hefur í framhaldi af því tekið viðbótardiplómur í Opinberri stjórnsýslu og Uppeldis- og menntunarfræði, með áherslu á samfélag og fjölmenningu. Samhliða námi tók hún virkan þátt í félagsstarfi Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi, þar sem hún sat í stjórn og var hluti af skipulagshóp fyrir ráðstefnu á vegum félagsins. Auk þess starfaði Emma lengi vel sem leiðbeinandi á leikskóla sem var ríkur af fjölbreytileika, og var nýlega að ljúka störfum sem starfsnemi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi þar sem hún hafði umsjón með samfélagsmiðlum og vísindaferðum fyrir ungt fólk og margskonar samtök,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Emmu Ósk að hún telji Uppreisn vera stað sem ungt fólk þurfi á að halda og vilji vera hluti af.„Við viljum að það sé gott og hagstætt að búa í íslensku samfélagi, þar sem við höfum ekki áhyggjur af því að það sé vegið að réttindum okkar, hækkandi húsnæðis- og vöruverði og miklum ófyrirsjáanleika almennt. Frjálslynd hugmyndafræði á mikið erindi við ungt fólk í dag og því er mikilvægt að til sé öflug hreyfing ungs fólks sem vill berjast fyrir frjálsara samfélagi. Ég vil að við tökum ennþá meira pláss og verðum öflugri sem aldrei fyrr - og ég tel mig vera réttu manneskjuna til að leiða það starf innan Uppreisnar,“ segir Emma Ósk. Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í tilkynningu segir að Emma sé 24 ára stjórnmálafræðingur sem hafi tekið virkan þátt í starfi Viðreisnar og Uppreisnar frá árinu 2022 þegar hún tók sæti á lista flokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. „Hún situr nú í annað skipti í stjórn Viðreisnar í Reykjavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Uppreisnar síðastliðið ár. Emma útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur vorið 2021 og hefur í framhaldi af því tekið viðbótardiplómur í Opinberri stjórnsýslu og Uppeldis- og menntunarfræði, með áherslu á samfélag og fjölmenningu. Samhliða námi tók hún virkan þátt í félagsstarfi Evrópska Ungmennaþingsins á Íslandi, þar sem hún sat í stjórn og var hluti af skipulagshóp fyrir ráðstefnu á vegum félagsins. Auk þess starfaði Emma lengi vel sem leiðbeinandi á leikskóla sem var ríkur af fjölbreytileika, og var nýlega að ljúka störfum sem starfsnemi hjá Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi þar sem hún hafði umsjón með samfélagsmiðlum og vísindaferðum fyrir ungt fólk og margskonar samtök,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Emmu Ósk að hún telji Uppreisn vera stað sem ungt fólk þurfi á að halda og vilji vera hluti af.„Við viljum að það sé gott og hagstætt að búa í íslensku samfélagi, þar sem við höfum ekki áhyggjur af því að það sé vegið að réttindum okkar, hækkandi húsnæðis- og vöruverði og miklum ófyrirsjáanleika almennt. Frjálslynd hugmyndafræði á mikið erindi við ungt fólk í dag og því er mikilvægt að til sé öflug hreyfing ungs fólks sem vill berjast fyrir frjálsara samfélagi. Ég vil að við tökum ennþá meira pláss og verðum öflugri sem aldrei fyrr - og ég tel mig vera réttu manneskjuna til að leiða það starf innan Uppreisnar,“ segir Emma Ósk.
Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira