Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2023 09:52 Aserar hafa gert umfangsmiklar árásir á Nagorno-Karabakh frá því í gærmorgun. AP/Siranush Sargsyan Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið í gærmorgun og hafa linnulaus átök og stórskotaliðsárásir staðið yfir síðan þá. Aserar sögðu að um and-hryðjuverkaaðgerð væri að ræða og sögðu aðskilnaðarsinna Armena hafa fellt tvö vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Aserar hétu því að hernaðaraðgerðinni yrði haldið áfram þar til aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh legðu niður vopn og „ólöglegar hersveitir Armeníu“ gæfust upp. Rússneskir friðargæsluliðar hafa verið í héraðinu frá 2020 og segja fjölmiðlar í Armeníu, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Rússar hafi komið að viðræðunum. Samkvæmt samkomulaginu eiga Armenar að leggja niður vopn og gefa frá sér öll þungavopn sem þeir eiga. Armenskir hermenn eiga að snúa aftur til Armeníu. Þá muni armenskir leiðtogar í héraðinu ræða við ráðamenn í Baku um það hvernig Nagorno-Karabakh verði sameinað Aserbaídsjan á grunni stjórnarskrár og laga ríkisins. Fólk leitar skjóls gegn stórskotaliðsárásum í Stepankert, höfðuborg Nagorno-Karabakh.AP/Siranush Sargsyan Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Rússland Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið í gærmorgun og hafa linnulaus átök og stórskotaliðsárásir staðið yfir síðan þá. Aserar sögðu að um and-hryðjuverkaaðgerð væri að ræða og sögðu aðskilnaðarsinna Armena hafa fellt tvö vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Aserar hétu því að hernaðaraðgerðinni yrði haldið áfram þar til aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh legðu niður vopn og „ólöglegar hersveitir Armeníu“ gæfust upp. Rússneskir friðargæsluliðar hafa verið í héraðinu frá 2020 og segja fjölmiðlar í Armeníu, samkvæmt AP fréttaveitunni, að Rússar hafi komið að viðræðunum. Samkvæmt samkomulaginu eiga Armenar að leggja niður vopn og gefa frá sér öll þungavopn sem þeir eiga. Armenskir hermenn eiga að snúa aftur til Armeníu. Þá muni armenskir leiðtogar í héraðinu ræða við ráðamenn í Baku um það hvernig Nagorno-Karabakh verði sameinað Aserbaídsjan á grunni stjórnarskrár og laga ríkisins. Fólk leitar skjóls gegn stórskotaliðsárásum í Stepankert, höfðuborg Nagorno-Karabakh.AP/Siranush Sargsyan
Armenía Aserbaídsjan Nagorno-Karabakh Hernaður Rússland Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira