Vildi ekki borga 25 þúsund og situr uppi með 405 þúsund króna reikning Árni Sæberg skrifar 19. september 2023 10:24 Maðurinn átti í stappi við bílaumboðið BL. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða bílaumboðinu BL um 55 þúsund krónur auk dráttarvaxta og málskostnað upp á 350 þúsund krónur. Maðurinn neitaði að borga 25 þúsund króna reikning vegna greiningar á bilun. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur. Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að BL hafi krafist þess að maðurinn yrði dæmdur til að greiða umboðinu skuld að fjárhæð 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Maðurinn hafi á hinn bóginn krafist þess að krafa BL yrði lækkuð um 25.408 krónur. Þá segir að maðurinn hafi flutt mál sitt sjálfur og gætt hafi verið að leiðbeiningarskyldu dómara, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Bilaður rofi í hleðslulúgu orsök ágreinings Í málsatvikalýsingu segir að bifreiðin væti samkvæmt gögnum málsins nýskráð 30. janúar árið 2020. Maðurinn hafi komið með hana á verkstæði BL í júlí eða ágúst árið 2022 vegna gaumljóss í mælaborði sem gaf til kynna villumeldingu um hleðslulúgu. Starfsmenn BL hafi í kjölfarið greint bilunina á þann hátt að skipta þyrfti um rofa tengdan lúgunni. Undir lok ágúst árið 2022 hafi maðurinn komið aftur með bifreiðina á verkstæði BL og þá skipt um rofann. Vildi bara greiða fyrir viðgerð en ekki greiningu Í framhaldi af því hafi BL gefið út tvo reikninga til mannsins, annan að fjárhæð 25.408 krónur vegna greiningar á biluninni og hinn að fjárhæð 29.900 krónur vegna viðgerðarinnar. Maðurinn viðurkenni að hann skuldi BL þá fjárhæð sem nemur síðarnefnda reikningnum en hafni greiðsluskyldu hvað varðar þann fyrrnefnda. BL byggi á því að manninum beri að greiða félaginu hina umkröfðu fjárhæð, enda sé krafan tilkomin vegna kaupa hans á vörum, vinnu og þjónustu af BL. Bifreiðin hafi verið fallin úr ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Maðurinn byggi hins vegar á því að starfsmaður BL hafi greint honum frá því í símtali, eftir að bilunin var greind, að viðgerðin kæmi til með að kosta 28 til 29 þúsund krónur. Honum bæri því einungis að greiða reikninginn sem hljóðar upp á 29.900 krónur en ekki þann sem nemur 25.408 krónum. Þá hafi hann byggt á því við aðalmeðferð málsins að bifreiðin kynni að hafa verið í ábyrgð þegar þjónustan var veitt. Upplýsingagjöf hefði mátt vera nákvæmari Í niðurstöðukafla dómsins segir að óumdeilt sé að reikningarnir séu báðir tilkomnir vegna þjónustu sem BL lét manninum í té að beiðni hans. Ágreiningurinn lúti að því hvort greiðsluskylda mannsins skuli takmarkast af því að starfsmaður BL hafi áður en viðgerðin fór fram gefið upp lægra verð fyrir hana en sem nemur dómkröfunni. Í málinu liggi ekki fyrir gögn sem styðja þá fullyrðingu mannsins að starfsmaður BL hafi tjáð honum að heildarkostnaður við viðgerðina, að meðtalinni greiningu hennar, yrði 28 til 29 þúsund krónur. Að virtum framburði mannsins og deildarstjóra verkstæðis BL fyrir dómnum megi ætla að upp hafi komið misskilningur milli aðila um ætlaðan viðgerðarkostnað. Hann hafi falist í því að starfsmaður BL hafi nefnt umrædda fjárhæð sem áætlaðan kostnað við viðgerðina sjálfa en maðurinn hafi talið að þar væri meðtalinn kostnaður við greiningu bilunarinnar, sem þegar hafði farið fram. Það komi einnig nokkurn veginn heim og saman við fjárhæð reikningsins sem varðar viðgerðina sjálfa, 29.900 krónur. Þótt vera kunni að upplýsingagjöf Bl til mannsins hefði mátt vera nákvæmari hvað þetta varðar leiði hugsanlegur misbrestur á því ekki til þess að greiðsluskylda mannsins vegna kostnaðar við greiningu bilunarinnar falli niður, enda ljóst að þar væri um að ræða þjónustu sem BL lét manninum í té að ósk hans. Með vísan til þess og þess að engin gögn málsins bentu til þess að bifreiðin hafi verið í ábyrgð var maðurinn dæmdur til þess að greiða BL uppsett verð, 55.308 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 1.september 2022. Þá var hann einnig dæmdur til þess að greiða málskostnað BL, 350 þúsund krónur.
Bílar Dómsmál Neytendur Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira