Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. september 2023 19:31 Frá Lima, höfuðborg Perú. GettyImages Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof. Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn. Perú Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fórnarlamb nauðgunar Unga stúlkan komst að því í sumar að hún bæri barn undir belti. Stjúpfaðir hennar hafði nauðgað henni reglulega frá því hún fór að hafa á klæðum og hafði barnið reynt að segja móður sinni frá ofbeldinu, án árangurs, enda var móðirin einnig beitt margvíslegu ofbeldi af hálfu föðurins. Þegar í ljós kom að stúlkan var ólétt var móðurinni hins vegar nóg boðið og kærði eiginmann sinn. Lögreglan handtók föðurinn Lucas allsnarlega, en dómarinn í málinu leysti hann úr haldi og sagði að ekki væru nægar ástæður til að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Læknar og kirkjan vildu að stúlkan fæddi barnið Um mánuði eftir að stúlkan kærði nauðgara sinn, ákváðu læknar sjúkrahússins í heimabyggð stúlkunnar að henni bæri að halda meðgöngu áfram, henni stafaði ekki hætta af meðgöngunni og því væri þungunarrof ekki heimilt. Engu að síður hefur verið sýnt fram á að meðganga ungra stúlkna undir 15 ára aldri er þeim allt að þrisvar sinnum hættulegri en meðganga kvenna sem náð hafa tvítugsaldri. Um svipað leyti sendi kirkjuþing Perú frá sér ályktun þar sem því var hafnað að stúlkan gæti ekki gengið með barnið. Hvert mannslíf væri heilagt og það væri einungis á valdi Guðs að ákvarða um líf eða dauða. Þar að auki, bættu guðsmennirnir við, í öllum þungunum sem til kæmu vegna nauðgunar væru þrjár persónur, nauðgarinn, fórnarlambið og einn sakleysingi. Þar af leiðandi væri ekki hægt að réttlæta þungunarrof og dauða til að auka vellíðan annarrar persónu. Prestarnir höfðu sömuleiðis áhyggjur af því að Perú væri smám saman að opna fyrir ákveðna dauðamenningu. Þingmenn íhaldsmanna tóku undir skoðanir Prestastefnunnar og talsmaður þeirra sagði að hún þyrfti að lifa með þessari ákvörðun og það væri ekki á stúlkuna leggjandi. Mannréttindahreyfingar skárust í leikinn Það var ekki fyrr en fjöldi mannréttindahreyfinga fóru að vekja athygli á málinu að læknaráð í Lima, höfuðborg Perú, samþykkti að stúlkan fengi að undirgangast þungunarrof og var hún þá gengin 18 vikur. Málið hefur samtímis vakið mikla athygli á stöðu mála í Peru, en talið er að 1.100 stúlkubörn undir 15 ára aldri eignist barn á ári hverju í Perú. Einum og hálfum mánuði eftir að nauðgaranum var sleppt úr haldi var á ný gefin út handtökuskipun á hendur honum. Það kann þó að vera til lítils, þar sem hann virðist vera týndur og tröllum gefinn.
Perú Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira