Ættleidd börn með áföll í bakpoka og mikilvægt að grípa þau Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. september 2023 15:33 David Saar Per Asplund var með erindi á ráðstefnunni í dag og segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, þema ráðstefnunnar vera ættleiðingu sem ævilangt ferli. Samsett mynd Ættleiðing er ævilangt ferli að sögn Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, sem segir mikla þörf á stuðningi og fræðslu í tengslum við ferlið. Þá sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að oft sé ekki mikið vitað um bakgrunn barnanna. Í dag og á morgun fer fram ættleiðingarráðstefnan Adoption - a life long process á vegum Nordic Adoption Council. Þema ráðstefnunnar er að ættleiðinlegt sé ævilangt ferli. Elísabet segir margt bíða ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra þrátt fyrir að ættleiðingunni sé lagalega lokið. „Sem dæmi hversu mikil áhrif það sem börnin hafa upplifað í frumbernsku hefur áhrif á þau í lífinu,“ segir hún jafnframt. Með meiri rannsóknum hafi komið í ljós að mikil þörf sé á góðum undirbúningi foreldra og að stuðningur sé til staðar. „Bæði þegar fólk er í ferlinu og eins þegar það er komið með barnið til landsins,“ segir Elísabet. Ættleiðingum hér á landi hafi fækkað en á síðasta ári var engin ættleiðing og segir Elísabet Covid vissulega hafa haft áhrif auk stríðsins í Úkraínu. Færri börn sem þurfa alþjóðlega ættleiðingu„Okkar stærsta samstarfsland í dag er Tékkland og það hefur orðið aðeins fyrir áhrifum af stríðinu í Úkraínu,“ segir hún og bætir við að sem betur fer sé lagalegi ramminn orðinn mun skýrari en áður. Þar af leiðandi séu ekki eins mörg börn sem fara í alþjóðlega ættleiðingu. Það sem af er ári hafi ein fjölskylda ættleitt barn og önnur sem bíður þess að fara út og sækja barn sitt. „Venjulega eru þetta um fimm til sex ættleiðingar á ári erlendis frá,“ segir Elísabet og bendir á að ættleiðingum hafi ekki eingöngu fækkað hér á landi heldur einnig annars staðar. Fleiri vilji þekkja uppruna sinnAð sögn Elísabetar eru börn nú oft eldri en áður þegar þau eru ættleidd, á aldrinum tveggja til átta ára. „Þannig þau muna ýmislegt og eru með helling af spurningum,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á því að ættleiddir einstaklingar vilji finna uppruna sinn. Því sé mikilvægt að hafa stuðning og þjónustu fyrir þann hóp. Kerfin séu ekki alltaf reiðubúin til að hlusta og þörf sé á betri þekkingu og skilning í samfélaginu. „Oft er ekki vitað um bakgrunn þeirra þannig að það þarf að taka tillit til þess,“ segir Elísabet. Börnin séu með áföll í bakpokanum og það þurfi að grípa þau strax. Leitar blóðmóður sinnar David Saad Per Asplund, menningarmannfræðingur frá Svíþjóð, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni í dag en hann var sjálfur ættleiddur frá Ísrael þegar hann var tveggja mánaða gamall. David fékk nýlega afhenta ættleiðingarskrá sína þar sem hann gat fundið upplýsingar um fortíð sína og leitar nú blóðmóður sinnar. David lagði í námi sínu áherslu á mótun sjálfsmyndar ættleiddra fullorðinna í Svíþjóð og rannsakaði það meðal annars í meistararitgerð sinni. „Ég fann út að það skiptir miklu máli að horfa á upplifun hvers ættleidds einstaklings, það eru allir mismunandi. Fólk er ættleitt frá mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir David. Efnislegir hlutir geti verið mikilvægirÞað séu mismunandi þættir sem móta einstaklingana. David segir líka mikilvægt að nota efnislega hluti eins og ættleiðingarskrár, föt frá ættleiðingunni, dót eða annað frá því þegar einstaklingar voru ættleiddir. Fólk eigi sterka tengingu við þá hluti. David þekkir það að eigin raun eftir að hafa nýlega fengið afhenta ættleiðingarskrá sína en hann taldi hana ekki til. „Ég fann hana og það var mjög fullnægjandi og nú leita ég að blóðmóður minni.“ Að sögn Davids hafa stjórnvöld í Svíþjóð veitt honum gott stuðningsnet í leitinni. „Ég er að vonast til að hitta hana auðvitað, ef það er öruggt og ef hún vill það,“ segir David. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Í dag og á morgun fer fram ættleiðingarráðstefnan Adoption - a life long process á vegum Nordic Adoption Council. Þema ráðstefnunnar er að ættleiðinlegt sé ævilangt ferli. Elísabet segir margt bíða ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra þrátt fyrir að ættleiðingunni sé lagalega lokið. „Sem dæmi hversu mikil áhrif það sem börnin hafa upplifað í frumbernsku hefur áhrif á þau í lífinu,“ segir hún jafnframt. Með meiri rannsóknum hafi komið í ljós að mikil þörf sé á góðum undirbúningi foreldra og að stuðningur sé til staðar. „Bæði þegar fólk er í ferlinu og eins þegar það er komið með barnið til landsins,“ segir Elísabet. Ættleiðingum hér á landi hafi fækkað en á síðasta ári var engin ættleiðing og segir Elísabet Covid vissulega hafa haft áhrif auk stríðsins í Úkraínu. Færri börn sem þurfa alþjóðlega ættleiðingu„Okkar stærsta samstarfsland í dag er Tékkland og það hefur orðið aðeins fyrir áhrifum af stríðinu í Úkraínu,“ segir hún og bætir við að sem betur fer sé lagalegi ramminn orðinn mun skýrari en áður. Þar af leiðandi séu ekki eins mörg börn sem fara í alþjóðlega ættleiðingu. Það sem af er ári hafi ein fjölskylda ættleitt barn og önnur sem bíður þess að fara út og sækja barn sitt. „Venjulega eru þetta um fimm til sex ættleiðingar á ári erlendis frá,“ segir Elísabet og bendir á að ættleiðingum hafi ekki eingöngu fækkað hér á landi heldur einnig annars staðar. Fleiri vilji þekkja uppruna sinnAð sögn Elísabetar eru börn nú oft eldri en áður þegar þau eru ættleidd, á aldrinum tveggja til átta ára. „Þannig þau muna ýmislegt og eru með helling af spurningum,“ segir hún og bætir við að mikil aukning hafi orðið á því að ættleiddir einstaklingar vilji finna uppruna sinn. Því sé mikilvægt að hafa stuðning og þjónustu fyrir þann hóp. Kerfin séu ekki alltaf reiðubúin til að hlusta og þörf sé á betri þekkingu og skilning í samfélaginu. „Oft er ekki vitað um bakgrunn þeirra þannig að það þarf að taka tillit til þess,“ segir Elísabet. Börnin séu með áföll í bakpokanum og það þurfi að grípa þau strax. Leitar blóðmóður sinnar David Saad Per Asplund, menningarmannfræðingur frá Svíþjóð, er einn fyrirlesara á ráðstefnunni í dag en hann var sjálfur ættleiddur frá Ísrael þegar hann var tveggja mánaða gamall. David fékk nýlega afhenta ættleiðingarskrá sína þar sem hann gat fundið upplýsingar um fortíð sína og leitar nú blóðmóður sinnar. David lagði í námi sínu áherslu á mótun sjálfsmyndar ættleiddra fullorðinna í Svíþjóð og rannsakaði það meðal annars í meistararitgerð sinni. „Ég fann út að það skiptir miklu máli að horfa á upplifun hvers ættleidds einstaklings, það eru allir mismunandi. Fólk er ættleitt frá mismunandi löndum og menningarheimum,“ segir David. Efnislegir hlutir geti verið mikilvægirÞað séu mismunandi þættir sem móta einstaklingana. David segir líka mikilvægt að nota efnislega hluti eins og ættleiðingarskrár, föt frá ættleiðingunni, dót eða annað frá því þegar einstaklingar voru ættleiddir. Fólk eigi sterka tengingu við þá hluti. David þekkir það að eigin raun eftir að hafa nýlega fengið afhenta ættleiðingarskrá sína en hann taldi hana ekki til. „Ég fann hana og það var mjög fullnægjandi og nú leita ég að blóðmóður minni.“ Að sögn Davids hafa stjórnvöld í Svíþjóð veitt honum gott stuðningsnet í leitinni. „Ég er að vonast til að hitta hana auðvitað, ef það er öruggt og ef hún vill það,“ segir David.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18
Sigrún leitar að bróður sínum Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla. 7. maí 2023 07:01