Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2023 06:45 Popal hefur mátt þola margt á ungri ævi en segist ekki við það að gefast upp. Getty/Kelly Defina Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. Landsliðið, sem Popal átti stóran þátt í að stofna árið 2007 og einnig að koma úr landi eftir að Talíbanar náðu aftur völdum árið 2021, dvelur í Ástralíu og keppir fyrir knattspyrnuliðið Melbourne Victory. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur neitað að viðurkenna liðið sem landslið, þar sem Knattspyrnusamband Afganistan segir það ekki til. Raunar eru engin kvennalið lengur til í landinu, samkvæmt þarlendum yfirvöldum. „Þessar knattspyrnukonur dreymdu um að spila fyrir Afganistan en menn einfaldlega komu og tóku þann draum frá þeim,“ segir Popal. „Og FIFA segir bara: Okkur þykir miður að þið hafið glatað réttinum til að spila knattspyrnu, þegar þið hafið ekki gert neitt til að verðskulda það. Þetta er ógeðslegt,“ segir hún. Two years ago the team that buried their uniforms and trophies due to the risk to their lives, today are scoring goals and winning games in the home of Matildas. Congratulations Team Afghanistan /sisters for the promotion in the league. Thank you @gomvfc family for being the pic.twitter.com/gEBnMGiRUg— Khalida Popal (@khalida_popal) September 10, 2023 New York Times birti ítarlega umfjöllun um málið í dag en í yfirlýsingu til miðilsins segist FIFA ekki geta viðurkennt landslið sem hafi ekki verið vottað af knattspyrnusambandinu í umræddu ríki. FIFA hefur hins vegar lýst því yfir að það sé forgangsatriði að tryggja jafnt og fordómalaust aðgengi að knattspyrnu. Hvað varðar Afganistan er fylgst náið með þróun mála, segir í yfirlýsingunni. Talsmaður Knattspyrnusambands Afganistan segist ekkert geta gert þar sem liðið hafi orðið að engu þegar liðsmenn þess flúðu land. Þessu hafna knattspyrnukonunnar alfarið. Að sögn Popal var ástandið slæmt áður en Talibanar komust aftur til valda og hún var stundum grýtt af karlmönnum þegar hún var að leika sér með bolta úti á götu. Það var þeirra afstaða að íþróttaiðkun kvenna væri ósiðleg. Popal ásamt Malölu Yousafzai, sem var skotin í höfuðið af Talíbönum þegar hún var 15 ára gömul.Getty/Kelly Defina Á aldrinum tíu til fjórtán ára dvaldi Popal í tjaldbúðum fyrir flóttamenn í Pakistan en fjölskyldan snéri aftur til Kabúl árið 2002, eftir að Bandaríkjamenn og bandamenn hráku Talíbana á flótta. Popal og móðir hennar Shokria unnu saman að því að setja saman lið og létu mótlætið ekki á sig fá; Shokria var kölluð „vændiskona“ af foreldrum og Khalida slegin utan undir af kennurum sínum. Æfingar liðsins fóru fram innanhúss, á herstöðvum Atlantshafsbandalagsins. Þær notuðust við notaðan búnað frá karlalandsliðinu og töpuðu einum alþjóðlegum leik 17-0. En þær létu það ekki stöðva sig. Það kom hins vegar bakslag þegar Popal fordæmdi Talíbana í fjölmiðlum. Sumar kvennanna voru tilneyddar til að hætta eftir að fjölskyldur þeirra komust að því að þær höfðu verið að spila með liðinu. Þá bárust Popal líflátshótanir og faðir hennar og bræður voru skornir með hnífum og barðir með byssum. Þeir þóttu ekki „alvöru karlmenn“ fyrir að láta það viðgangast að Popal spilaði knattspyrnu. Einn bræðra Popal var að lokum myrtur og hún sá sig tilneydda til að flýja. Fyrirtækið Hummel, stuðningsaðili landsliðsins, aðstoðaði hana við að sækja um hæli í Danmörku. „Ég vil vera til staðar fyrir stúlkur, því það var enginn til staðar fyrir mig,“ segir Popal, sem hefur mátt fórna mörgu til að halda málstað kvenna í íþróttum á lofti. Eftir að hafa aðstoðað liðsfélaga sína við að flýja Afganistan vann hún að því að koma þeim fyrir og finna lið fyrir þær að spila með. Aðgerðasinninn og Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai og athafnakonan Kim Kardashian eru meðal stuðningsmanna Popal, sem hefur safnað yfir 175 þúsund undirskriftum til stuðnings landsliðinu. „Ég er ábyrg fyrir þessum stelpum,“ segir Popal um allar stúlkur í Afganistan, sem hún hvatti ítrekað til að taka þátt í íþróttum og öðrum sviðum samfélagsins. „Ég dey frekar en að snúa við þeim baki.“ Afganistan FIFA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Landsliðið, sem Popal átti stóran þátt í að stofna árið 2007 og einnig að koma úr landi eftir að Talíbanar náðu aftur völdum árið 2021, dvelur í Ástralíu og keppir fyrir knattspyrnuliðið Melbourne Victory. Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) hefur neitað að viðurkenna liðið sem landslið, þar sem Knattspyrnusamband Afganistan segir það ekki til. Raunar eru engin kvennalið lengur til í landinu, samkvæmt þarlendum yfirvöldum. „Þessar knattspyrnukonur dreymdu um að spila fyrir Afganistan en menn einfaldlega komu og tóku þann draum frá þeim,“ segir Popal. „Og FIFA segir bara: Okkur þykir miður að þið hafið glatað réttinum til að spila knattspyrnu, þegar þið hafið ekki gert neitt til að verðskulda það. Þetta er ógeðslegt,“ segir hún. Two years ago the team that buried their uniforms and trophies due to the risk to their lives, today are scoring goals and winning games in the home of Matildas. Congratulations Team Afghanistan /sisters for the promotion in the league. Thank you @gomvfc family for being the pic.twitter.com/gEBnMGiRUg— Khalida Popal (@khalida_popal) September 10, 2023 New York Times birti ítarlega umfjöllun um málið í dag en í yfirlýsingu til miðilsins segist FIFA ekki geta viðurkennt landslið sem hafi ekki verið vottað af knattspyrnusambandinu í umræddu ríki. FIFA hefur hins vegar lýst því yfir að það sé forgangsatriði að tryggja jafnt og fordómalaust aðgengi að knattspyrnu. Hvað varðar Afganistan er fylgst náið með þróun mála, segir í yfirlýsingunni. Talsmaður Knattspyrnusambands Afganistan segist ekkert geta gert þar sem liðið hafi orðið að engu þegar liðsmenn þess flúðu land. Þessu hafna knattspyrnukonunnar alfarið. Að sögn Popal var ástandið slæmt áður en Talibanar komust aftur til valda og hún var stundum grýtt af karlmönnum þegar hún var að leika sér með bolta úti á götu. Það var þeirra afstaða að íþróttaiðkun kvenna væri ósiðleg. Popal ásamt Malölu Yousafzai, sem var skotin í höfuðið af Talíbönum þegar hún var 15 ára gömul.Getty/Kelly Defina Á aldrinum tíu til fjórtán ára dvaldi Popal í tjaldbúðum fyrir flóttamenn í Pakistan en fjölskyldan snéri aftur til Kabúl árið 2002, eftir að Bandaríkjamenn og bandamenn hráku Talíbana á flótta. Popal og móðir hennar Shokria unnu saman að því að setja saman lið og létu mótlætið ekki á sig fá; Shokria var kölluð „vændiskona“ af foreldrum og Khalida slegin utan undir af kennurum sínum. Æfingar liðsins fóru fram innanhúss, á herstöðvum Atlantshafsbandalagsins. Þær notuðust við notaðan búnað frá karlalandsliðinu og töpuðu einum alþjóðlegum leik 17-0. En þær létu það ekki stöðva sig. Það kom hins vegar bakslag þegar Popal fordæmdi Talíbana í fjölmiðlum. Sumar kvennanna voru tilneyddar til að hætta eftir að fjölskyldur þeirra komust að því að þær höfðu verið að spila með liðinu. Þá bárust Popal líflátshótanir og faðir hennar og bræður voru skornir með hnífum og barðir með byssum. Þeir þóttu ekki „alvöru karlmenn“ fyrir að láta það viðgangast að Popal spilaði knattspyrnu. Einn bræðra Popal var að lokum myrtur og hún sá sig tilneydda til að flýja. Fyrirtækið Hummel, stuðningsaðili landsliðsins, aðstoðaði hana við að sækja um hæli í Danmörku. „Ég vil vera til staðar fyrir stúlkur, því það var enginn til staðar fyrir mig,“ segir Popal, sem hefur mátt fórna mörgu til að halda málstað kvenna í íþróttum á lofti. Eftir að hafa aðstoðað liðsfélaga sína við að flýja Afganistan vann hún að því að koma þeim fyrir og finna lið fyrir þær að spila með. Aðgerðasinninn og Nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai og athafnakonan Kim Kardashian eru meðal stuðningsmanna Popal, sem hefur safnað yfir 175 þúsund undirskriftum til stuðnings landsliðinu. „Ég er ábyrg fyrir þessum stelpum,“ segir Popal um allar stúlkur í Afganistan, sem hún hvatti ítrekað til að taka þátt í íþróttum og öðrum sviðum samfélagsins. „Ég dey frekar en að snúa við þeim baki.“
Afganistan FIFA Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira