Sárnar fréttirnar og segir ágóðann renna til góðgerðarmála Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2023 14:01 John Terry er ekki sáttur við að fjölmiðlar hafi ekki greint frá því að hann sé að safna peningum til góðgerðarmála með því að rukka fyrir eiginhandaráritanir. Naomi Baker - The FA/The FA via Getty Images John Terry, fyrrverandi fyrirliði Chelsea, segir að allur ágóði af „Kvöld með John Terry,“ nýjum viðburði þar sem aðdáendum gefst tækifæri á að hitta Chelsea-goðið, renni til góðgerðarstarfsemi. Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation) Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Fyrr í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að aðdáendum Terry gæfist nú tækifæri til að hitta þennan fyrrverandi leikmann Chelsea og enska landsliðsins í eina kvöldstund. Það væri þó ekki frítt þar sem venjulegt verð fyrir miða er 25 pund, en borga þarf hundrað pund til að fá eiginhandaráritun frá Terry, eða tæplega sautján þúsund krónur. Ef fólk vill svo snæða með Terry þarf það að greiða fimm hundruð pund sem jafngildir rétt rúmlega 84.000 krónum. Inni í þeirri upphæð er líka eiginhandaráritun og mynd með Terry. Terry hefur nú svarað fyrir sig og útskýrir af hverju fólk þarf að borga fyrir eiginhandaráritanir. Í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum Terry segir hann að allur ágóðinn af „Kvöld með John Terry“ renni til góðgerðamála. „Ég vildi bara snerta aðeins á þessum fréttum sem hafa verið að birtast um mig og að ég sé að rukka aðdáendur fyrir eiginhandaráritanir, myndir og fleira. Stóra málið í þessu - og þetta er mjög mikilvægt - sem gleymdist að nefna er að allur ágóðinn af þessum viðburðum er að safna peningum fyrir góðgerðarsjóðinn John Terry 26 Foundation,“ segir Terry. „Það er eina ástæðan fyrir því að ég er að halda þessi kvöld. Ég kom þessum sjóð af stað fyrir sjö eða átta mánuðum af því að ég vildi sjálfur gera eitthvað persónulegt og ég mun á endanum halda stóran Gala-kvöldverð og golfmót og aðra viðburði til að safna peningum í sjóðinn.“ View this post on Instagram A post shared by John Terry (@johnterry26foundation)
Enski boltinn Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira