Á flótta í tæpar tvær vikur og nú vopnaður Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2023 00:00 Um fimm hundruð lögregluþjónar leita morðingja sem slapp úr fangelsi fyrir tæpum tveimur vikum. AP/Matt Rourke Dæmdur morðingi sem gengið hefur laus í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í tæpar tvær vikur er vopnaður. Hann er sagður hafa fundið riffil í skúr sem hann fór inn í. Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Daneolo Cavalcante og er 34 ára gamall, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 2021. Hann er einnig sagður hafa myrt mann í Brasilíu árið 2017. Móðir hans, býr í Brasilíu, segir að engum stafi ógn af honum. og að hann hafi í gegnum lífstíðina orðið góður í því að standa á eigin fótum og lifa af á litlu, samkvæmt frétt New York Times. Sjá einnig: Dæmdur morðingi slapp úr fangelsi á ótrúlegan hátt Cavalcante slapp úr fangelsi þann 31. ágúst og hefur gengið laus síðan, þrátt fyrir að hundruð lögregluþjóna hafa leitað hans. Það hvernig hann slapp úr fangelsi vakti á sínum tíma mikla athygli en honum tókst að klifra upp á þak fangelsisins á ótrúlegan hátt. AP fréttaveitan segir Cavalcante hafa stolið riffli úr skúr sem hann braust í á dögunum. Riffillinn er .22 kalibera og hann stal einnig skotfærum. Eigandi hússins sá hann og skaut á hann úr skammbyssu en Cavalcante komst undan á hlaupum. Maðurinn segist ekki telja að hann hafi hæft strokufangann. Svæðið sem hann felur sig á er mjög strjálbýlt og skógi vaxið en forsvarsmenn lögreglunnar á svæðinu segja að hann muni finnast. Við leitina er notast við hesta, hunda, þyrlur og jafnvel brynvarða bíla en svæðið sem um ræðir er um 26 ferkílómetrar. Lögreglan segir að það gæti tekið langan tíma að leita á öllu þessu svæði. Áður en leitin á þessu svæði hófst, hafði Cavalcante verið króaður af á um þrettán ferkílómetra svæði sunnar í Pennsylvaníu. Honum tókst þó að flýja þaðan á mjólkurbíl sem hann fann ólæstan og þar að auki voru lyklarnir í honum. Tveimur klukkustundum áður en Cavalcante sást í skúrnum, hafði ökumaður bíls tilkynnt grunsamlegan mann í felum við veg. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir fótspor og skó Cavalcante úr fangelsisins. Þá hafði borist tilkynning um að skóm hefði verið stolið á svæðinu. Íbúar sem búa þar sem leitin stendur yfir hafa sagt blaðamönnum að þeir skilji ekki af hverju leitin taki svo mikinn tíma. Þau eiga erfitt með svefn og þá að hluta af ótta við Cavalcante en einnig vegna láta frá leitinni. Áhugasamir geta fylgst með beinni útsendingu héraðsmiðilsins Fix 29 í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira