Þann 8. september reið yfir Marokkó jarðskjálfti sem mældist 6,8 að stærð. Tölur látinna hækka með hverjum deginum en talið er nú að yfir þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Þá eru mörg hundruð manns heimilislaus.
Fyrr í dag var greint frá því að Pestana CR7 hótelið í Marrakesh hafi verið eitt þeirra fyrirtækja sem opnaði dyr sínar fyrir fólki sem var allslaust eftir hörmungarnar. Um er að ræða lúxushótel með 174 herbergjum. Nú hefur fengist staðfest að svo sé ekki og fréttir þess efnis séu falskar.
Fréttin hefur verið uppfærð.