Fjöldi fólks leggur bílastæðum við Reykjavíkurflugvöll án þess að eiga nokkuð erindi á flugvöllinn. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia segir félagið þurfa að bíða eftir samþykktri samgönguáætlun til að geta hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við Reykjavíkurflugvöll.
Við ræðum einnig við formann Píeta-samtakanna, sem hefur þungar áhyggjur af hárri tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks á Íslandi. Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna er í dag.
Þá rýnum við í áhugaverðar niðurstöður nýlegrar könnunar. Samkvæmt henni eru konur talsvert betri skurðlæknar en karlar.