Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2023 09:01 Antony er í vandræðum. getty/Shaun Botterill Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. Fyrrverandi kærasta Antonys, Gabriela Cavallin, hefur þegar sakað hann um ofbeldi. Lögreglan í Sao Paulo og Manchester eru með málið til rannsóknar. Antony hafnar sök. Í gær stigu tvær konur til viðbótar fram og sökuðu Antony um að hafa beitt sig ofbeldi. Laganeminn Rayssa de Freitas sagði að hún hefði þurft á læknisaðstoð að halda eftir að Antony og kona ein réðust á hana í bíl leikmannsins eftir að þau yfirgáfu skemmtistað. Bankastarfsmaðurinn Ingrid Lana hefur svo sakað Antony um að hafa beitt sig ofbeldi í október síðastliðnum. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Hann ýtti mér þannig ég skall með höfuðið í vegg,“ sagði Lana. United sendi á miðvikudaginn frá sér yfirlýsingu um að félagið væri meðvitað um ásakanirnar á hendur Antony og tæki málið alvarlega. Cavallin hefur hins vegar sakað United um að hafa hylmt yfir með Antony. Lögmenn Cavallins vilja meina að stuðningsfulltrúi leikmanna United, sem var kallaður til eftir að Antony réðist á Cavallin, hafi kallað eftir lækni félagsins til að koma í veg fyrir að hún leitaði sjálf á spítala sem hefði getað vakið upp grunsemdir. Fyrr í vikunni var Antony tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum vegna ásakana um ofbeldið sem hann á að hafa beitt Cavallin. United keypti Antony frá Ajax fyrir rúmlega áttatíu milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 48 leiki fyrir United og skorað átta mörk. Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Fyrrverandi kærasta Antonys, Gabriela Cavallin, hefur þegar sakað hann um ofbeldi. Lögreglan í Sao Paulo og Manchester eru með málið til rannsóknar. Antony hafnar sök. Í gær stigu tvær konur til viðbótar fram og sökuðu Antony um að hafa beitt sig ofbeldi. Laganeminn Rayssa de Freitas sagði að hún hefði þurft á læknisaðstoð að halda eftir að Antony og kona ein réðust á hana í bíl leikmannsins eftir að þau yfirgáfu skemmtistað. Bankastarfsmaðurinn Ingrid Lana hefur svo sakað Antony um að hafa beitt sig ofbeldi í október síðastliðnum. „Hann reyndi að stunda kynlíf með mér en ég vildi það ekki. Hann ýtti mér þannig ég skall með höfuðið í vegg,“ sagði Lana. United sendi á miðvikudaginn frá sér yfirlýsingu um að félagið væri meðvitað um ásakanirnar á hendur Antony og tæki málið alvarlega. Cavallin hefur hins vegar sakað United um að hafa hylmt yfir með Antony. Lögmenn Cavallins vilja meina að stuðningsfulltrúi leikmanna United, sem var kallaður til eftir að Antony réðist á Cavallin, hafi kallað eftir lækni félagsins til að koma í veg fyrir að hún leitaði sjálf á spítala sem hefði getað vakið upp grunsemdir. Fyrr í vikunni var Antony tekinn út úr brasilíska landsliðshópnum vegna ásakana um ofbeldið sem hann á að hafa beitt Cavallin. United keypti Antony frá Ajax fyrir rúmlega áttatíu milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 48 leiki fyrir United og skorað átta mörk.
Enski boltinn Heimilisofbeldi Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira