Fundu vel varðveitt rómversk sverð í helli Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2023 11:21 Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir um 1.900 ár í helli. AP/Ohad Zwigenberg Fornleifafræðinar í Ísrael tilkynntu í gær að fjögur 1.900 ára gömul rómversk sverð hefðu fundist í helli nærri Dauðahafinu. Sverðin þykja merkilega vel varðveitt eftir veruna í hellinum en auk þeirra fannst spjótsoddur, sem Rómverjar kölluðu pilum. Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin. Ísrael Fornminjar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Munirnir fundust fyrir tveimur mánuðum síðan en fornleifafræðingar telja að vopnunum hafi verið komið fyrir í hellinum af uppreisnarmönnum gegn Rómarveldi á fjórða tug annarrar aldar. Þá gerðu gyðingar í Ísrael uppreisn gegn Rómarveldi. Þetta byggir á hvernig sverðin líta út en hin rómversku sverð, sem kallast Gladius, tóku miklum breytingum í gegnum árin. Sverðin hafa ekki verið send í aldursgreiningu enn. Fornleifafræðingar hafa lengi fundið mikið magn vel varðveittra fornminja í hellum nærri Dauðahafinu, þar sem kuldinn, þurrkur og stöðugt andrúmsloft hefur varðveitt lífræn efni vel í gegnum aldirnar. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til að Dauðahafshandritanna sem fundust á síðustu öld en eru frá fyrstu öld fyrir Krist. Sverðin fjögur og spjótsoddurinn sem fundust í helli nærri Dauðahafi.AP/Ohad Zwigenberg Að þessu sinni fór hópur fornleifafræðinga í helli til að rannsaka veggjaskrif sem höfðu fundist þar fyrir nokkrum áratugum. Þá fundu þeir vopnin fyrir tilviljun í dýpstu kimum hellisins. Sérfræðingur í rómverskum fornminjum og hernaðarsögu sagði í samtali við AP að einstaklega sjaldgæft væri að finna rómversk vopn í svo góðu ásigkomulagi. Talið er að þau hafi verið smíðuð í Evrópu og flutt til austurjaðars keisaraveldisins af rómverskum hermönnum. Hann segir að næstu skref verði að aldursgreina þau betur og greina málminn í þeim til að finna nákvæmlega hvar þau voru framleidd og varpa frekara ljósi á sögu þeirra og mannanna sem báru sverðin.
Ísrael Fornminjar Mest lesið Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Fleiri fréttir Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Sjá meira