Silfurdrengir sameinaðir í Val: „Ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2023 07:00 Alexander Petersson leikur með Val í Olís-deildinni í vetur. Vísir Alexander Petersson er spenntur fyrir komandi tímabili í Olís-deild karla í handknattleik. Tuttugu ár eru síðan Alexander lék síðast hér á landi en þessi fyrrum landsliðs- og atvinnumaður segist aldrei hafa hlaupið jafn mikið og á æfingum hjá Val. Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Flautað verður til leiks í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en tveir fyrrum landsliðs- og atvinnumenn hafa nú snúið aftur heim. Ásamt Aroni Pálmarssyni þá er Alexander Petersson einnig mættur heim. Ólíkt Aroni sem er ennþá á besta aldri þá er Alexander 43 ára og var hættur í handbolta. Hann er þó spenntur fyrir því að setja á sig harpixið og spila handbolta að nýju. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég hlakka til að komast aftur í handbolta og í úrvalsdeild á Íslandi. Það var síðast fyrir 20 árum sem ég spilaði hérna og ég hlakka til eins og krakki að komast á stórmót,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Svövu Kristínu í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Alexander er eins og áður segir orðinn 43 ára og gæti verið pabbi einhverra í liðinu. Hvernig er sú tilfinning? „Það er ekki langt síðan ég hætti og ég var búinn að vera að spila með strákum á þessum aldri. Ég er bara einn af þeim, ekki pabbinn. Ég er bara einn af strákunum vona ég.“ Alexander er nýkominn heim frá Þýskalandi og hefur því aðeins náð nokkrum æfingum með Val. Hann er óvanur því að þurfa að hlaupa svona mikið. „Þetta er bara íslenskur handbolti og Valur eru þekktir fyrir að hlaupa mjög mikið. Ég hef aldrei hlaupið svona mikið á handboltaæfingu eða í leik. Svona er handbolti í dag og ég þarf bara að venjast. Ég hlakka bara til að vera í liðinu og hlaupa með,“ bætti Alexander við. Klippa: Viðtal við Alexander Petersson Þegar gengið var um ganga á Hlíðarenda í dag mátti sjá þónokkra silfurdrengi samankomna. Alexander að undirbúa sig fyrir æfingu ásamt Björgvini Páli Gústavssyni. Snorri Steinn Guðjónsson sá um þjálfun á yngri flokkum og Ingimundur Ingimundarson var að klára vinnu. Alexander segist kunna vel við sig í þessum félagsskap. „Þetta eru bara goðsagnir hérna. Þetta eru Snorri, ég, Bjöggi og svo er Óskar Bjarni alltaf hérna. Silfurstrákarnir og þetta getur ekki verið betra.“ Lengri útgáfu af viðtali Svövu við Alexander má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni