Örebro greinir frá vistaskiptunum á samfélagsmiðlum sínum. Bergþóra er fædd árið 2003 og hefur leikið með Breiðabliki allan sinn feril.
✍️🇮🇸 Vi välkomnar @beggasol till klubben! Den isländska U23-landslagsspelaren Ásmundsdóttir har skrivit på för 2,5 år i klubben. Nu kör vi Begga! 🔥 pic.twitter.com/9EkcQJDx1S
— KIF Örebro (@KIFOrebro) September 5, 2023
„Við erum virkilega ánægð með að hafa náð að krækja í Beggu á síðustu mínútum gluggadagsins,“ segir á heimasíðu Örebro.
Bergþóra hefur leikið 39 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim eitt mark. Hún lék 17 leiki með liðinu í Bestu-deild kvenna í sumar. Þá á hún einnig að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands áður en hún lék með U23 ára landsliðinu fyrr á þessu ári.