Dóttirin hélt Gylfa gangandi: „Reiði skilar engu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 14:46 Gylfi Þór er orðinn leikmaður Lyngby. Hann tjáði sig um seinustu ár í viðtali við RÚV sem birtist í dag. Lyngby Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson segir að nýfædd dóttir hans hafi haldið honum gangandi eftir að hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi fer yfir síðustu tvö ár í lífi sínu í viðtali sem birtist á vef RÚV í dag. Hann skrifaði á dögunum undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby og marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Hann segist þó enn vera töluvert frá því að spila sinn fyrsta leik. „Ég er töluvert langt frá því að byrja spila aftur. Hugurinn og einbeitingin er á því að koma mér aftur í form og æfa töluvert þangað til að ég fer að hugsa um að spila aftur. Það mun taka töluverðan tíma þar til ég get dæmt um hvort ég sé að standa mig vel eða ekki,“ segir Gylfi í samtali við RÚV. Hann segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ganga til liðs við Lyngby þar sem félagið sé staðsett í Kaupmannahöfn og því sé auðvelt fyrir vini og fjölskyldu að koma í heimsókn. Þá hafi samband hans við Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, einnig spilað stóra rullu í ákvörðuninni. Óvissan erfiðust en dóttirin hafi haldið honum gangandi Síðustu tvö árin hafa reynst Gylfa erfið. Hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í farbann, en hann hafði þá nýverið eignast dóttur með eiginkonu sinni. Málið var svo látið niður falla í apríl á þessu ári, en Gylfi segir að dóttir hans hafi haldið sér gangandi á þessum erfiðu tímum. Þá hafi hann einnig fengið mikla hjálp frá fagaðilum. „Með hjálp fólks og fagaðila er ég kominn á mjög góðan stað. En ég verð að viðurkenna að þetta var mjög erfitt,“ segir Gylfi meðal annars. Hann fái gæsahúð þegar hann hugsar um daginn þegar málið var fellt niður og farbanninu aflétt. Óvissan fram að því hafi hins vegar verið erfiðust. „Óvissan var erfiðust, að vita ekki hvort þetta yrði búið eftir viku, mánuði eða ár. Það tók mig alveg nokkra daga að átta mig á því að ég væri kominn út úr þessu.“ Tjáir sig ekki um sakamálið Að öðru leyti tjáir Gylfi sig ekki um sakamálið. Fréttastofa RÚV hafi fengið þær upplýsingar fyrir viðtalið að Gylfi gæti ekki tjáð sig um málið eða efnisatriði þess. Aldrei hefur verið upplýst í hverju ásakanirnar fólust, en Gylfi, sem á þeim tíma var leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, var tekinn úr leikmannahópi liðsins, samningur hans við félagið látinn renna út og hann ekki valinn í íslenska landsliðið á meðan það var til rannsóknar. Gylfi var leikmaður Evertonn þegar hann var handtekinn.Alex Pantling/Getty Images Í góðu jafnvægi og stefnir á landsliðið Að lokum segist Gylfi vera í góðu jafnvægi í dag eftir erfiða tíma. Hann segist hvorki vera reiður né bitur, enda skili það engu. Hann horfir til framtíðar og setur stefnuna á að koma sér aftur í íslenska landsliðið. „Ég finn alls ekki fyrir biturð. Staðan í dag er að mér líður frábærlega og er í góðu jafnvægi. Reiði skilar engu. Ég reyni frekar að líta á jákvæða hluti, eins og að hafa fengið tvö ár með dóttur minni og tengst henni meira en ég hefði annars gert.“ „Landsliðið er það eina sem ég hef hugsað um varðandi fótbolta síðastliðin tvö ár. Að koma mér í form og komast aftur í landsliðið.“ Hann segist eiga sér þann draum að slá markametið og leika með liðinu aftur á stórmóti. „Það er allt öðruvísi að spila og skora fyrir Íslands, það er eitthvað sérstakt.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp.Kevin Barnes/CameraSport via Getty Images Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira
Gylfi fer yfir síðustu tvö ár í lífi sínu í viðtali sem birtist á vef RÚV í dag. Hann skrifaði á dögunum undir samning við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby og marka þessi skref Gylfa endurkomu hans í knattspyrnu á atvinnumannastigi. Hann segist þó enn vera töluvert frá því að spila sinn fyrsta leik. „Ég er töluvert langt frá því að byrja spila aftur. Hugurinn og einbeitingin er á því að koma mér aftur í form og æfa töluvert þangað til að ég fer að hugsa um að spila aftur. Það mun taka töluverðan tíma þar til ég get dæmt um hvort ég sé að standa mig vel eða ekki,“ segir Gylfi í samtali við RÚV. Hann segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ganga til liðs við Lyngby þar sem félagið sé staðsett í Kaupmannahöfn og því sé auðvelt fyrir vini og fjölskyldu að koma í heimsókn. Þá hafi samband hans við Frey Alexandersson, þjálfara Lyngby, einnig spilað stóra rullu í ákvörðuninni. Óvissan erfiðust en dóttirin hafi haldið honum gangandi Síðustu tvö árin hafa reynst Gylfa erfið. Hann var handtekinn á heimili sínu í júlí árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Í framhaldinu var hann úrskurðaður í farbann, en hann hafði þá nýverið eignast dóttur með eiginkonu sinni. Málið var svo látið niður falla í apríl á þessu ári, en Gylfi segir að dóttir hans hafi haldið sér gangandi á þessum erfiðu tímum. Þá hafi hann einnig fengið mikla hjálp frá fagaðilum. „Með hjálp fólks og fagaðila er ég kominn á mjög góðan stað. En ég verð að viðurkenna að þetta var mjög erfitt,“ segir Gylfi meðal annars. Hann fái gæsahúð þegar hann hugsar um daginn þegar málið var fellt niður og farbanninu aflétt. Óvissan fram að því hafi hins vegar verið erfiðust. „Óvissan var erfiðust, að vita ekki hvort þetta yrði búið eftir viku, mánuði eða ár. Það tók mig alveg nokkra daga að átta mig á því að ég væri kominn út úr þessu.“ Tjáir sig ekki um sakamálið Að öðru leyti tjáir Gylfi sig ekki um sakamálið. Fréttastofa RÚV hafi fengið þær upplýsingar fyrir viðtalið að Gylfi gæti ekki tjáð sig um málið eða efnisatriði þess. Aldrei hefur verið upplýst í hverju ásakanirnar fólust, en Gylfi, sem á þeim tíma var leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni, var tekinn úr leikmannahópi liðsins, samningur hans við félagið látinn renna út og hann ekki valinn í íslenska landsliðið á meðan það var til rannsóknar. Gylfi var leikmaður Evertonn þegar hann var handtekinn.Alex Pantling/Getty Images Í góðu jafnvægi og stefnir á landsliðið Að lokum segist Gylfi vera í góðu jafnvægi í dag eftir erfiða tíma. Hann segist hvorki vera reiður né bitur, enda skili það engu. Hann horfir til framtíðar og setur stefnuna á að koma sér aftur í íslenska landsliðið. „Ég finn alls ekki fyrir biturð. Staðan í dag er að mér líður frábærlega og er í góðu jafnvægi. Reiði skilar engu. Ég reyni frekar að líta á jákvæða hluti, eins og að hafa fengið tvö ár með dóttur minni og tengst henni meira en ég hefði annars gert.“ „Landsliðið er það eina sem ég hef hugsað um varðandi fótbolta síðastliðin tvö ár. Að koma mér í form og komast aftur í landsliðið.“ Hann segist eiga sér þann draum að slá markametið og leika með liðinu aftur á stórmóti. „Það er allt öðruvísi að spila og skora fyrir Íslands, það er eitthvað sérstakt.“ Gylfi Þór Sigurðsson hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan málið kom upp.Kevin Barnes/CameraSport via Getty Images
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Sjá meira