Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 10:15 Carlos Galera vakti athygli á stórhættulegu athæfi kvennanna inn á hópnum „Stupid things people do in Iceland“. Carlos Mondragón Galera Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“ Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru síðustu sex ár. Ferðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir sterkum hafstraumum og fréttir berast reglulega af stórhættulegum uppátækjum. Í gær birti Carlos Mondragón Galera, starfsmaður Black Ice Travel Company myndir á Facebook hópnum „Stupid things people do in Iceland“, eða „heimskulegir hlutir sem fólk gerir á Íslandi“. Á myndunum sést hópur fólks í flæðamálinu með kraftmiklar öldur rétt fyrir aftan sig. Ein úr hópnum er eldri kona með göngugrind. Eins og sést voru aðstæður í Reynisfjöru hættulegar í gær eins og oft áður.Carlos Mondragón Galera Segir upplýsingamiðlun of flókna Þórarinn Böðvar Leifsson, leiðsögumaður, segir í samtali við Vísi að viðvörunarkerfi á svæðinu sé ekki að virka sem skyldi og að ferðamenn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir hættunni. Þetta upplýsingakerfi er ekki að virka á neinn hátt. Ég hef mjög oft séð það, upplýsingamiðlun er of flókin. Það er alltaf gult ljós sama hvernig aðstæður eru. Hann segist oft hafa verið á svæðinu með hóp fólks sem skilur ekki leiðbeiningarnar því þær eru ekki á tungumáli sem þau skilji og nefnir til dæmis að engar leiðbeiningar séu á frönsku. Okkar að leysa þessi mál Þórarinn er ekki hneykslaður á athæfi ferðamannana í gær. „Við getum ekki gengið út frá því að fólk sé hálfvitar, við lifum á þessu fólki. Það þarf að passa fordóma gagnvart fólki til dæmis frá Asíu sem kemur úr allt öðru umhverfi. Það er okkar að leysa þessi mál.“ Lausnina telur Þórarinn felast í að ráða verði á staðinn. „Ég vill bara hafa einn brjálaðan vörð á vakt, skil ekki af hverju við getum ekki fjárfest í einum baywatch. Mér finnst til skammar að við tímum ekki að ráða tvo verði á sólarhring miðað við alla peningana sem við fáum frá þessu fólki.“ Í samtali við Dv segist Carlos hafa gefist upp á því að reyna að aðvara fólk. Það hunsi viðvaranir hans og segi honum að skipta sér ekki af. Þórarinn segist skilja Carlos vel. „Ég hef ekki fengið dónaleg viðbrögð. En ég skil hann vel þegar hann talar um þessa uppgjöf. Það er ákveðin þreyta og uppgjöf hjá leiðsögumönnum. Ég vill að við geru kröfu um vöktun. Mér finnst við skulda fólki það.“
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Eldri borgarar Slysavarnir Tengdar fréttir Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. 10. júlí 2023 07:00