140 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í ágúst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2023 13:02 Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Gunnlaugur Róbertsson Um 120 þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í júlí og um 140 þúsund í nýliðnum ágústmánuði. Þjóðgarðsvörður segir ekki uppselt á staðinn en oft sé þröngt þar á þingi. Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Starfsfólk suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs hefur haft meira en nóg að gera í sumar við að þjóna ferðamönnum en sjaldan eða aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið eins og í Skaftafelli og á Jökulsárlóni. 120 þúsund gestir komu til dæmis á Jökulsárlón í júlí og um 140 þúsund í ágúst. Þrátt fyrir allan þennan fjölda segir Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Höfn, að starfsemin hafi gengið ótrúlega vel í sumar. „Já, það hefur gengiðrosalega vel. Fólk er almennt kurteist og eru hérna til að skoða þessa frábæru náttúru, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði. Allir eru mjög opnir fyrir fræðslu frá landvörðum og fræðslugöngur með landvörðum hafa verið mjög vel sóttar hjá okkur þannig að það eru bara allir komnir til að hafa gaman,” segir Steinunn Hödd. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, sem er mjög ánægð með hvað sumarið hefur gengið vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrr í sumar hófst gjaldtaka á bílastæðinu við Jökulsárlón. Hvernig hefur það komið út? „Það hefur gengið rosalega vel og engin stór vandamál, sem hafa komið upp. Gestirnir okkar eru yfirhöfuð tilbúnir til að borga fyrir þessa þjónustu, sem er í formi landvörslu, fræðslu, bílastæði og salerni, þannig að það hefur bara gengið ofboðslega vel.” Er uppselt á Jökulsárlón eða er hægt að taka endalaust við fólki þar? „Það er kannski ekki uppselt en það er orðið svolítið þröngt á þingi þarna yfir sumartímann en með haustinu fer aðeins að fækka.” Steinunn Hödd segir að ekki sé uppselt á Jökulsárlón en þar sé þó oft þröngt á þingi.Gunnlaugur Róbertsson En hvernig leggst haustið og vetur í Steinunni Hödd og hennar starfsfólk? „Haustið leggst bara mjög vel í okkur. Þá breytist aðeins starfsemin í þjóðgarðinum því þá förum við meira í að taka á móti fólki, sem er að fara í íshellaferðir og jöklagöngu á bæði Breiðamerkurjökli og Falljökli. Þá breytist aðeins samsetning gestanna og fækkar aðeins en verkefni landvarða og starfsfólksins eru alltaf þau sömu eða að standa vörð um náttúruna og passa að allir gangi vel um svæðið okkar,” segir Steinunn Hödd.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira