Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 14:51 Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við þegar þeir urðu fyrir hatursorðræðu í beinni útsendingu. Viðbrögð hlustenda þáttarins voru einróma í kjölfarið og segjast þeir báðir hafa fundið fyrir miklum stuðningi í kjölfar atviksins. Aðsend/RÚV Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. „Segðu mér eitt, elsku kallinn minn. Hvernig stendur á því að málrómur homma er svona kvenmannlegur, af hverju talið þið meira kvenmannlega en jafnvel konur?“ Svona hljóðaði spurning, sem hlustandi Rásar tvö bar upp þegar hann hringdi inn í símatíma í beinni útsendingu í þættinum Félagsheimilið síðdegis í gær. Áður en hann bar upp spurninguna hafði maðurinn fullvissað sig um að hann væri í raun og veru í beinni. Friðrik Ómar, annar þáttastjórnenda, spurði manninn hvort hann væri að vitna í eitthvað sérstakt, hvort hann gæti nefnt dæmi. „Af hverju ert þú píkulegri en kona?“ „Til dæmis þú, þú ert meira kvenlegur heldur en karlmannlegur,“ svarar maðurinn og þegar Friðrik spyr hvernig hann fái það út svarar maðurinn: „Ég er að pæla, elsku kallinn minn, af hverju ert þú píkulegri en kona?“ Á þessum tímapunkti greip Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars inn í og sleit símtalinu. Þáttastjórnendur brugðust fagmannlega við en ljóst var að þeim var brugðið. Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni, en umrætt atvik átti sér stað þegar tvær klukkustundir og þrettán mínútur voru liðnar. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu“ „Maður er svo berskjaldaður í beinni útsendingu, ég var virkilega sleginn yfir þessu,“ segir Siggi Gunnars, í samtali við Vísi. Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars er tónlistarstjóri Rásar 2.RÚV „Þetta tekur frá manni orku þó þetta hafi kannski ekki djúpstæð áhrif á mig. Ég er kominn með sigg á sálina, enda ýmsu vanur. En í hvert einasta skipti sem svona gerist þá kemur þá myndast lítil ör, enda er talað um öráreyti sem minnihlutahópar verða fyrir.“ Hann segir atvikið ekki beint hafa komið þeim Friðriki á óvart, enda hafi þeir fengið að heyra ýmislegt í gegnum tíðina. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu og svona, en þarna raungerðist þetta í beinni útsendingu.“ Að einhver hringi í beinni útsendingu í Ríkisútvarpið, inn á Rás 2, og tryggi í upphafi að hann sé í raun í beinni, það sýnir að bakslagið er raunverulegt. Siggi tekur fram að ekki sé hægt að skrifa atvikið á fáfræði. „Það er árið 2023, öll tækifæri til að fræðast eru þarna úti. Það er of einfalt að skrifa þetta á fáfræði. Svona fólk leynist víða, í öllum stéttum og allskonar störfum. Við þurfum að vera meðvituð um það.“ Minnti hann á Klaustursmálið Í samtali við Vísi segist Friðrik Ómar á vissan hátt vera ánægður með atvikið. „Það halda svo margir að við séum að bulla þegar við segjum frá einhverju svona, en þarna fengu allir að heyra þetta. Svona er raunveruleikinn, ljósi punkturinn er að fólk átti sig á að þetta sé ekki hugarburður.“ Hann segir atvikið hafa vakið hjá sér blendnar tilfinningar og hafi minnt hann á Klaustursmálið svokallaða þar sem hann bar á góma. „Þetta flytur mann á stað sem maður hefur verið á áður. Það vakna margar spurningar og er áminning um að baráttunni er hvergi nærri lokið og að síðasti kjáninn er ekki fæddur.“ Þátturinn í gær var síðasti dagsþáttur þeirra félaga en héðan í frá verður hann á laugardögum. Eftir á að hyggja segir Friðrik að þeir hafi verið hvumsa yfir því hversu illa lá á fólki þennan dag. „Það var greinilega lægð yfir landinu og lægð yfir fólki. Að vissu leiti var aðdragandi að símtalinu, fólk var pirrað, það var örugglega veðrið. En vissulega fylgir því áhætta að hafa opið fyrir símann í beinni.“ Friðrik segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði fyrir slíkri hatursorðræðu í beinni útsendingu, þrátt fyrir að hann hafi heyrt ýmislegt í gegnum tíðina. Hann hafi til að mynda fengið allskonar skilaboð á Facebook. „En það er nýtt að menn opinberi sig með þessum hætti. Þeir fara í skjóli nætur og krota á regnbogann og skera niður fána, en þetta, að hringja í beina útsendingu í útvarpið og tjá sig með þessum hætti er nýtt.“ Friðrik Ómar segir að minnsta kosti jákvætt að hann sé ofarlega í huga karlmanna. Aðsend Atvikið hafi ekki beint áhrif á hann en taki þó frá honum orku. „Það eru allir að tala um þetta við mig, en ég finn mikinn meðbyr. Við vitum að meirihluti landsins er á bakvið okkur en þetta fer aldrei alveg. Það ljósa er að ég er greinilega ofarlega í huga þessa karlmanna. Kannski er ég að fara komast á fast,“ segir Friðrik Ómar léttur. Hinsegin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
„Segðu mér eitt, elsku kallinn minn. Hvernig stendur á því að málrómur homma er svona kvenmannlegur, af hverju talið þið meira kvenmannlega en jafnvel konur?“ Svona hljóðaði spurning, sem hlustandi Rásar tvö bar upp þegar hann hringdi inn í símatíma í beinni útsendingu í þættinum Félagsheimilið síðdegis í gær. Áður en hann bar upp spurninguna hafði maðurinn fullvissað sig um að hann væri í raun og veru í beinni. Friðrik Ómar, annar þáttastjórnenda, spurði manninn hvort hann væri að vitna í eitthvað sérstakt, hvort hann gæti nefnt dæmi. „Af hverju ert þú píkulegri en kona?“ „Til dæmis þú, þú ert meira kvenlegur heldur en karlmannlegur,“ svarar maðurinn og þegar Friðrik spyr hvernig hann fái það út svarar maðurinn: „Ég er að pæla, elsku kallinn minn, af hverju ert þú píkulegri en kona?“ Á þessum tímapunkti greip Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars inn í og sleit símtalinu. Þáttastjórnendur brugðust fagmannlega við en ljóst var að þeim var brugðið. Hér er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni, en umrætt atvik átti sér stað þegar tvær klukkustundir og þrettán mínútur voru liðnar. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu“ „Maður er svo berskjaldaður í beinni útsendingu, ég var virkilega sleginn yfir þessu,“ segir Siggi Gunnars, í samtali við Vísi. Sigurður Þorri Gunnarsson, betur þekktur sem Siggi Gunnars er tónlistarstjóri Rásar 2.RÚV „Þetta tekur frá manni orku þó þetta hafi kannski ekki djúpstæð áhrif á mig. Ég er kominn með sigg á sálina, enda ýmsu vanur. En í hvert einasta skipti sem svona gerist þá kemur þá myndast lítil ör, enda er talað um öráreyti sem minnihlutahópar verða fyrir.“ Hann segir atvikið ekki beint hafa komið þeim Friðriki á óvart, enda hafi þeir fengið að heyra ýmislegt í gegnum tíðina. „Það hefur verið kallað á eftir okkur úti á götu og svona, en þarna raungerðist þetta í beinni útsendingu.“ Að einhver hringi í beinni útsendingu í Ríkisútvarpið, inn á Rás 2, og tryggi í upphafi að hann sé í raun í beinni, það sýnir að bakslagið er raunverulegt. Siggi tekur fram að ekki sé hægt að skrifa atvikið á fáfræði. „Það er árið 2023, öll tækifæri til að fræðast eru þarna úti. Það er of einfalt að skrifa þetta á fáfræði. Svona fólk leynist víða, í öllum stéttum og allskonar störfum. Við þurfum að vera meðvituð um það.“ Minnti hann á Klaustursmálið Í samtali við Vísi segist Friðrik Ómar á vissan hátt vera ánægður með atvikið. „Það halda svo margir að við séum að bulla þegar við segjum frá einhverju svona, en þarna fengu allir að heyra þetta. Svona er raunveruleikinn, ljósi punkturinn er að fólk átti sig á að þetta sé ekki hugarburður.“ Hann segir atvikið hafa vakið hjá sér blendnar tilfinningar og hafi minnt hann á Klaustursmálið svokallaða þar sem hann bar á góma. „Þetta flytur mann á stað sem maður hefur verið á áður. Það vakna margar spurningar og er áminning um að baráttunni er hvergi nærri lokið og að síðasti kjáninn er ekki fæddur.“ Þátturinn í gær var síðasti dagsþáttur þeirra félaga en héðan í frá verður hann á laugardögum. Eftir á að hyggja segir Friðrik að þeir hafi verið hvumsa yfir því hversu illa lá á fólki þennan dag. „Það var greinilega lægð yfir landinu og lægð yfir fólki. Að vissu leiti var aðdragandi að símtalinu, fólk var pirrað, það var örugglega veðrið. En vissulega fylgir því áhætta að hafa opið fyrir símann í beinni.“ Friðrik segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verði fyrir slíkri hatursorðræðu í beinni útsendingu, þrátt fyrir að hann hafi heyrt ýmislegt í gegnum tíðina. Hann hafi til að mynda fengið allskonar skilaboð á Facebook. „En það er nýtt að menn opinberi sig með þessum hætti. Þeir fara í skjóli nætur og krota á regnbogann og skera niður fána, en þetta, að hringja í beina útsendingu í útvarpið og tjá sig með þessum hætti er nýtt.“ Friðrik Ómar segir að minnsta kosti jákvætt að hann sé ofarlega í huga karlmanna. Aðsend Atvikið hafi ekki beint áhrif á hann en taki þó frá honum orku. „Það eru allir að tala um þetta við mig, en ég finn mikinn meðbyr. Við vitum að meirihluti landsins er á bakvið okkur en þetta fer aldrei alveg. Það ljósa er að ég er greinilega ofarlega í huga þessa karlmanna. Kannski er ég að fara komast á fast,“ segir Friðrik Ómar léttur.
Hinsegin Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent