Tökum jafnréttið alla leið Sandra Björk Bjarkadóttir skrifar 1. september 2023 11:01 Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvert sem litið er í heiminum eru vinnumarkaðir og vinnuafl að verða fjölbreyttari í kjölfar hnattvæðingar, alþjóðlegrar samkeppni, flóttamannastraums, innflytjenda og samfélagslegra og pólitískra breytinga. Í þessum raunveruleika þurfa stjórnendur að skapa grundvöll fyrir því að fjölbreytileikinn fái að þrífast og nýtast í atvinnulífinu. Í starfi mínu við innleiðingu á jafnréttisstefnu í verslunum Nettó fór ég að velta fyrir mér hver væri raunveruleg upplifun framlínustarfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum af starfsumhverfi sínu á íslenskum vinnumarkaði. Ég spurði mig hvort jafnréttisstefna fyrirtækja skipti minnihlutahópa einhverju máli og hvert hlutverk næsta yfirmanns væri þegar kemur að svonefndri inngildingu og almennri líðan á vinnustað. Í meistaranámi mínu í mannauðsstjórnun frá HÍ nú í vor valdi ég að framkvæma viðtalsrannsókn um nákvæmlega þetta efni. Jafnréttisstefnan sem ég hef unnið við að innleiða hjá Nettó gengur lengra en lögbundin jafnréttisstefna um jafnrétti kynja og árlega jafnlaunavottun boðar. Árið 2021 ákvað Samkaup, sem rekur Nettó, Kjörbúð, Krambúð og Iceland, að taka skrefið lengra varðandi jafnrétti og yfirfæra það á fjölbreytileikann sem býr innan fyrirtækisins, undir yfirskriftinni Jafnrétti fyrir öll - Samkaup alla leið. Vinnustaðurinn er stór, starfsfólkið telur um 1.500 manns og í hópnum má finna þverskurðinn af íslensku samfélagi. Má þar taka sem dæmi að um þriðjungur starfsfólks okkar er af erlendu bergi brotið og fjölmenning því áberandi hjá okkur. Stefnan og innleiðing hennar hefur mælst vel fyrir hjá starfsfólki og skilað góðum árangri sem mæla má í opnari umræðu og meiri samstöðu meðal starfsfólks. Til að ná sem mestum árangri í fræðslu um margbreytileikann höfum við gert samstarfssamninga við þrenn samtök sem starfa í þágu minnihlutahópa sem starfa hjá fyrirtækinu. Þetta eru Mirra, rannsóknar- og fræðslusetur fyrir erlent starfsfólk, Þroskahjálp og Samtökin '78. Einnig höfum við sett á laggirnar jafnréttisráð Samkaupa - Samráð. Starfsfólki alls staðar í fyrirtækinu var boðin þátttaka í jafnréttisráðinu og er það skipað starfsfólki úr framkvæmdastjórn, meðal millistjórnenda, verslunarstjóra og framlínustarfsfólks. Þegar ég hóf rannsóknina síðastliðið haust kom í ljós að engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi og mjög fáar erlendis. Margar rannsóknir eru til um stöðu þessara hópa á vinnumarkaði, þ.e. þátttöku á vinnumarkaði, kjör þeirra á vinnumarkaði og aðgengi að vinnumarkaði. En nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar um líðan þeirra og upplifun. Lokamarkmið jafnréttisstefnu fyrirtækja ætti alltaf að snúast um líðan og upplifun starfsfólks sem tilheyrir minnihlutahópum, svokallaða inngildingu. Inngilding snýst um það að einstaklingar sem standa á einhvern hátt utan við það félagslega norm sem samfélagið hefur búið til geri sér grein fyrir séreinkennum sínum en upplifi sig samt sem áður á meðal jafningja. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í stórum dráttum líður viðmælendum vel í vinnunni og upplifa sig sem hluta af hópi samstarfsfélaga. Lýsingar viðmælendanna á samskiptum við sinn næsta yfirmann renna stoðum undir að þjónandi forysta styðji við inngildingu í fjölbreyttum starfsmannahópum. Einnig sýna niðurstöðurnar að leiða megi líkur að því að ef vel er staðið að innleiðingu jafnréttisstefnu á vinnustöðum og stuðlað er að sýnileika hennar, leiði stefna af þessum toga til aukins jafnréttis og inngildingar sem hafi raunveruleg áhrif á upplifun og líðan starfsfólks. Sú niðurstaða rannsóknar minnar sem kom mest á óvart var sameiginleg upplifun allra viðmælenda á því að fordómar sem þau yrðu fyrir í starfsumhverfi sínu kæmi skýrast fram hjá viðskiptavinum. Samskipti framlínustarfsfólks við viðskiptavini er ansi stór hluti af starfsumhverfi þeirra og viðmælendur töluðu um að þeir þyrftu oft að leiða þessa hegðun hjá sér eða bara gera grín að henni, sem er líklegast ein leið til að lifa með svona áreiti á vinnustaðnum sínum daglega. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar minnar birtast fordómarnir á ýmsa vegu, stundum í formi hundsunar, stundum í formi beinna athugasemda og lítilsvirðandi framkomu viðskiptavina við starfsfólk. Ástæður fordómanna sem viðmælendur nefndu voru meðal annars skortur á íslenskukunnáttu, hörundslitur, sjáanleg fötlun og útlitstjáning sem ekki samræmist normi samfélagsins. Dæmi eru um að Íslendingar sem eru dökkir á hörund séu hundsaðir af viðskiptavinum sem snúi sér frekar að öðru starfsfólki sem er ljóst á hörund – en stundum komi svo í ljós að sú manneskja talar enga íslensku. Þetta er samfélagsmein sem við hjá Nettó teljum að virkilega þurfi að vekja athygli á og berjast gegn. Íslenskt samfélag er að breytast mjög hratt og það er því af hinu góða að skerpa á umræðunni um margbreytileikann sem er alltaf að aukast. Allt fólk á rétt á sínu rými og virðingu, þar er framlínustarfsfólk engin undantekning. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við þurfum ekki að skilja til að geta sýnt skilning og vinsemd. Það að koma fram við öll af virðingu er ákvörðun sem við getum öll tekið. Jafnrétti er ákvörðun sem við hjá Nettó tökum alla leið. Höfundur er mannauðsstjóri Nettó.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun