Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2023 10:42 Kosningaskilti Ali Bongo, forseta Gabon, sem hefur verið skemmt. Hann, samstarfsmenn hans og fjölskyldumeðlimir eru í stofufangelsi eftir valdarán hersins. AP/Yves Laurent Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim. Gabon Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Her Gabon lýsti því yfir í gær að Brice Oligui Nguema, herforinginn sem leiddi valdaránið verði gerðir að forseta á mánudaginn og á það að vera tímabundið. Herforingjastjórnin sagði einni að ríkið myndi standa við allar skuldbindingar þess en valdaránið hefur verið fordæmt á alþjóðasviðinu. Bongo fjölskyldan hafði stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi og hafa íbúar landsins verið reiðir fjölskyldunni um langt skeið. Ali Bongo er í stofufangelsi en samstarfsmenn hans of fjölskyldumeðlimir eru einnig í haldi hersins. Fagnaðarlæti brutust út á götum höfuðborgar Gabon þegar valdaránið var framið. Sjá einnig: Hermenn handtóku forseta Gabon Valdaránið í Gabon er það áttunda í Mið-Afríku þar sem herinn tekur völd frá 2020. Bola Tinubu, nýkjörinn forseti Nígeríu hefur lýst ástandinu sem „faraldri alræðis“, samkvæmt frétt Reuters. Tinubu segist óttast að faraldurinn muni dreifast enn frekar, verði hann ekki stöðvaður. Yfirvöld í Nígeríu og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku hafa sagt að hernaðaríhlutun komi til greina eftir að herinn í Níger tók þar völd nýlega. Hermenn tilkynntu á miðvikudaginn að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu,AP/Gabon 24 Segjast ætla að gefa frá sér völd Forsvarsmenn hersins í Gabon ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins en segjast ætla að koma lýðræði á aftur. Eftirlitsaðilar og greinendur efast þó um það og segja herinn vera að taka völd í landinu og ætla að halda þeim. Stjórnarandstaðan hefur þakkað hernum fyrir að koma Bongo frá völdum og kallað eftir fundi með stjórnendum hersins til að koma í veg fyrir að framtíð Gabon verði enn verri en sú sem herinn hefur komið í veg fyrir. Stjórnarandstaðan hefur hvatt herinn til að framkvæma endurtalningu á atkvæðum í forsetakosningum sem haldnar voru í ágúst. Samkvæmt opinberum úrslitum sigraði Bongo með 64 prósentum atkvæða en forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar segja að Albert Ondo Ossa, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði í rauninni unnið, samkvæmt frétt France24. Kosningarnar höfðu verið fordæmdar af eftirlitsaðilum en erlendum aðilum var ekki veittur aðgangur að þeim.
Gabon Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna