Sport

Dag­skráin í dag: Blikar fá að vita mót­herja sína í Sam­bands­deild Evrópu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Blikar fá að vita mótherja sína í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag.
Blikar fá að vita mótherja sína í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Vísir/Hulda Margrét

Dregið verður í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í dag. Breiðablik verður í drættinum fyrir Sambandsdeildina en liðið er fyrsta karlalið Íslandssögunnar til að komast á þetta stig í Evrópukeppni.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.00 hefst drátturinn fyrir Evrópudeildina. Klukkan 12.30 er svo komið að Sambandsdeildinni.

Klukkan 14.55 sýnum við beint frá The AIG Women´s Open-mótinu í golfi.

Klukkan 16.20 er leikur Sassuolo og Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á dagskrá. Klukkan 18.35 er leikur Roma og AC Milan í sömu deild á dagskrá.

Klukkan 20.45 er þátturinn Hard Knocks á dagskrá en hann hitar upp fyrir komandi tímabil´i NFL-deildinni.

Klukkan 22.00 er komið að Portland Classic-mótinu í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 15.00 er KPMG Women´s Irish Open-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LET-mótaröðinni.

Vodafone Sport

Klukkan 11.25 er æfing Formúlu 1 kappakstursins í beinni. Klukkan 14.55 er önnur æfing F1 í beinni.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf mæta Karlsruher í þýsku B-deildinni í knattspyrnu klukkan 16.20. Klukkan 18.30 er komið að leik Borussia Dortmund og Heidenheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×