Hermenn handtóku forseta Gabon Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 12:14 Hermenn tilkynntu í morgun að þeir hefðu handtekið forseta Gabon og ætluðu sér að taka völd í landinu og snúa úrslitum nýlegra kosninga. AP/Gabon 24 Hópur hermanna í Gabon segist hafa handsamað Ali Bongo, forseta landsins. Þrátt fyrir að Bongo hafi kallað eftir mótmælum vegna handtöku hans virðist sem íbúar landsins hafi tekið handtökunni fagnandi. Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023 Gabon Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Hermennirnir segja að þeir ætli sér að taka völd í landinu til að snúa úrslitum forsetakosninga sem haldnar voru nýverið og Bongo vann. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar hafa gagnrýnt framkvæmt kosninganna harðlega. Bongo fjölskyldan hefur stjórnað Gabon, sem er ríkt af olíu, í meira en fimm áratugi. AP fréttaveitan segir að reiði í garð Bongo-fjölskyldunnar hafi verið mikil um árabil. Sérfræðingur í málefnum Afríku sagði fréttaveitunni að valdaránið kæmi ekki á óvart en að líklega megi rekja uppruna þess til nokkurra valdarána á Sahel-svæðinu svokallaða á undanförnum árum. Ali Bongi, forseti Gabon. Fjölskylda hans hefur stjórnað landinu í meira en hálfa öld en útlit er fyrir að almenningur hafi tekið handtöku hans fagnandi.AP/Mary Altaffer Samkvæmt AP brutust út fagnaðarlæti á götum Libreville, höfuðborgar Gabon, í morgun og sungu íbúar þjóðsönginn með hermönnum. Hermennirnir segjast ætla að leysa upp allar opinberar stofnanir landsins og að óábyrg stjórnun landsins hafi leitt það í ógöngur. Forsetinn hefur verið settur í stofufangelsi og er herinn einnig búinn að handtaka samstarfsmenn hans og minnst einn son en þeir eru sakaðir um svik og stuld, svo eitthvað sé nefnt. Í frétt BBC segir að Bongo fjölskyldan hafi lengi verið sökuð um arðrán í Gabon, sem er aðili að OPEC, sambandi olíuframleiðenda. Þrátt fyrir að ríkið framleiðir um 181 þúsund tunnur af hráolíu á dag eru rúmlega tvær milljónir íbúa landsins mjög fátækir. Árið 2020 voru nærri því fjörutíu prósent íbúa landsins frá fimmtán til 24 ára án atvinnu. Another view of the military cheering on General Brice Clotaire Oligui-Nguema, who now seems to be the new strongman since the announcement of the coup d'état in Gabon.For the moment, no official announcement has been made by the coup leaders. pic.twitter.com/VHbIdF4ug7— Casus Belli (@casusbellii) August 30, 2023
Gabon Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira