Hótuðu að skjóta fyrirliða Newcastle í miðjum götuslagsmálum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 12:30 Ráðist var að Lascelles (í græna vestinu) þegar hann var úti að skemmta sér. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jamaal Lascelles, fyrirliði Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, komst í hann krappan á dögunum þegar hann lenti í áflogum í miðborg Newcastle eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vini sínum og bróður. Lentu þremenningarnir í áflogum við glæpagengi sem hótaði meðal annars að skjóta þá bræður. Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Frá þessu er greint í miðlum á borð við Daily Mail, Mirror og Express. Þar segir að myndbandsupptaka af slagsmálunum sýni miðvörð og fyrirliði Newcastle ásamt bróðir og vini sínum í slagsmálum við sex til átta manns. Lögregla borgarinnar rannsakar nú málið sem átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 20. ágúst. Leikmenn Newcastle fengu tveggja daga frí eftir 1-0 tap gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og fór hinn 29 ára gamli Lascelles út að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Jamaal Lascelles was 'attacked' in a violent brawl following Newcastle's 1-0 defeat to Man City pic.twitter.com/TDLVX48ctA— Mail Sport (@MailSport) August 29, 2023 Þremenningarnir höfðu yfirgefið skemmtistað í borginni þegar ónefndur maður ku hafa gefið bróðurnum olnbogaskot í hálsinn algjörlega að ástæðulausu. Vitni segir að fyrirliðinn hafi ýtt manninum í burtu, síðan hafi flösku af vodka verið kastað í áttina að Lascelles en hún flaug rétt framhjá höfði hans. Í kjölfarið réðust mennirnir að honum og kýldu hann úr öllum áttum. Það var þarna sem vitni segjast hafa heyrt árásarmennina hafa öskrað að þeir ætluðu að skjóta Lascelles. Sömuleiðis segja vitni að Lascelles hafi aðeins barist á móti í sjálfsvörn og hafi reynt að verja 19 ára gamlan bróður sinn. Árásarmennirnir voru á bak og burt þegar lögregla og sjúkraliðar komu á svæðið. Bróðirinn hafði verið laminn í andlitið en vinur þeirra lá meðvitundarlaus í jörðinni, óttuðust vitni að hann væri dáinn þar sem hann hafði legið hreyfingarlaus í um stundarfjórðung. Jamaal Lascelles hurt after sickening attack outside nightclub with friend left unconscious https://t.co/32hMiZC2UU— talkSPORT (@talkSPORT) August 29, 2023 Samkvæmt frétt Daily Mail hefur lögreglan talað við vininn sem lá meðvitundarlaus í jörðinni en enn hefur enginn verið handtekinn. Lögreglan svaraði ekki fyrirspurnum Daily Mail áður en greinin var birt. Þá hefur Newcastle United sagt að það viti af málinu og hafi séð myndbandið. Lascelles gekk fyrst í raðir Newcastle árið 2014 á láni en var keyptur ári síðar. Hann hefur spilað 225 leiki fyrir félagið en kom lítið við sögu á síðustu leiktíð og hefur ekki enn komið sögu á yfirstandandi leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira