Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 20:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda