Regnbogi og „Kyssuskilti“ í Ólafsvík vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. ágúst 2023 20:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, ásamt Heimi Berg Vilhjálmssyni, markaðs- og upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Regnbogagatan í Ólafsvík við kirkju staðarins er sá ferðamannastaður í Snæfellsbæ, sem hefur slegið hvað mest í gegn hjá ferðamönnum. Þá er „kyssuskilti” líka við götuna, sem vekur mikla kátínu og athygli ferðamanna. Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Regnbogagatan eða frekar brekkan vekur alltaf mikla athygli, ekki síst fyrir það hvað hún er snyrtileg og vel máluð. Alla daga eru einhverjir ferðamenn að mynda götuna eða ganga hana og dást að henni í leiðinni. Starfsmenn Snæfellsbæjar áttu hugmyndina að regnboganum og báru hana undir bæjarstjórann. „Ég sagði það er allt í lagi ef ég fæ að ráða hvar hann verður. Og þeir sögðu allt í lagi, við skulum bara skoða það og ég sagði að hann yrði hér við kirkjuna og fótboltavöllinn. Þar er falleg brekka og hérna ertu með bæjarfossinn, hérna með kirkjuna, íþróttasvæðið og allt saman. Við gerðum þennan í fyrra og þetta vakti svo mikla athygli og lukku á meðal bæði íbúa og ferðamann að við ákváðum í vor að endurmála aftur og ætlum bara að halda þessu við, þannig að við erum mjög stolt af okkar regnboga,”segir Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Kristinn segir regnbogann einn af þeim stöðum, sem er mest ljósmyndaður í Snæfellsbæ. „Já, já, þetta er orðið tákn svæðisins og mikið myndað og við erum náttúrulega líka að gera þetta í þeim tilgangi að þegar það koma til okkar ferðamenn að það ætli allir að taka bestu myndina af sér eða regnboganum hér í Ólafsvík, þannig að eftir kannski þrjú ár þá verði allir að stoppa hér til að taka mynd af sér við regnbogann.” Regnboginn er mjög fallegur í brekkunni enda mikið myndaður. Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara regnboginn sem vekur athygli því bæjarstjórinn lét líka koma upp “Kyssuskilti” við regnbogann en hugmyndina fékk hann á ferðalagi sínu í Ítalíu þar sem hann sá ferðamenn í hópum kyssast við svona skilti. „Þar var karl og kona en við erum með tvær persónur því kynin eru orðin svo mörg í dag, ég kann ekki að nefna það. Nú eru þetta bara tvær persónur, sem eru að kyssast,” segir Kristinn. Ferðu með konuna þína hérna á kvöldin og kyssir hana? „Ég er búin að biðja hana að koma með mér en hún einhvern veginn, ég skil það samt ekk, hún hefur ekki enn þá sagt já, en ég vona að komi að því. Helga, þú manst það, við eigum eftir að fara á „Kyssuskiltið“. En ertu til í að kyssa mig? Ef þú vilt, það er ekkert mál,“ segir bæjarstjórinn kampakátur með skiltið og regnbogann. „Kyssuskiltið“ vekur alltaf mikla athygli í Ólafsvík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Snæfellsbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira