Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 18:40 Bláa Lónið Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis. Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis.
Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira