Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 10:01 Upplifun flestra fanga er sú fangelsi séu sé tól til að refsa einstaklingum og stuðli ekki að endurhæfingu vegna fárra úrræða inni í fangelsi. Vísir/Vilhelm „Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm. Fyrrverandi fangar verða fyrir töluverðri stimplun af fjölmiðlum, sem hefur neikvæð áhrif á samfélagsaðlögunina og ýtir undir endurkomu þeirra í fangelsi. Upplifun flestra þeirra er sú að fangelsi séu tól til að refsa einstaklingum og stuðli ekki að endurhæfingu því úrræði í fangelsum séu fá. Farsæl samfélagsaðlögun einkennist af sterkum félagslegum tengslum við aðra sem og samfélagið þar sem markmið þeirra til atvinnu eða menntunar dregur úr afbrotahegðun. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Andreu Óskar Grettisdóttur við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í tengslum við verkefnið tók Andrea viðtöl við fimm karlmenn á aldrinum 34–65 ára sem hafa afplánað fangelsisdóm vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni og hafa síðan náð að aðlagast íslensku samfélagi. Andrea Ósk Grettisdóttir.Aðsend Afbrot voru eina leiðin til að lifa af Mennirnir sem rætt var við eiga það sameiginlegt hafa verið háðir ólöglegum vímuefnum fyrir og eftir fangelsisvistunina. Þeir voru allir sammála um að afbrotahegðun þeirra stafaði af fíkniefnaneyslu. Einn úr hópnum lýsir því hvernig afbrot voru eina leiðin til þess að fá tekjur til að framfleyta sér. Afbrotahegðun var álitin sem eðlilegur hlutur ef skortur var á lífsgæðum. Þegar vímuefnaneysla hans var orðin mikil dró úr lífsgæðunum og því hefði verið eðlilegt að byrja að smygla fíkniefnum. „Ég var bara að nota þannig að ég rétt svo hafði efni á minni eigin neyslu. Þá var stór áhrifaþáttur að vera peningalítill.“ Eitt af því sem einkenndi upplifun þátttakenda eftir afplánun var að fangelsi var hvorki staður sem stuðlaði að því að betra einstaklinginn né uppbyggjandi til að hann gæti átt farsæla endurkomu út í samfélagið. Allir fóru einu sinni eða oftar í fráhvarfsmeðferð á Vogi áður en þeir frömdu afbrotið sem þeir fengu dóm fyrir. Þeir voru samhljóða um að vímuefnameðferðirnar báru lítinn árangur og fóru þeir inn í fangelsið sem virkir neytendur. Mennirnir sem rætt var við áttu það allir sameiginlegt að fjölmiðlar birtu nöfn þeirra ásamt mynd í fréttum. Þeir upplifðu bein áhrif stimplunar eða skynjaða stimplun í samfélagsaðlöguninni.Vísir/Vilhelm Enginn af þeim segist hafa fengið viðeigandi meðferð í fangelsinu, hvort sem það var í tengslum við vímuefnavanda eða önnur vandkvæði. Því hafi þeir haldið neyslu sinni áfram úti í samfélaginu eftir afplánun. Allir nema tveir af viðmælendunum voru dæmdir aftur í fangelsi innan þriggja ára eftir afplánun en tveir þeirra fengu óskilorðsbundinn dóm. Óhætt er að segja að fangelsisvistin á Litla-Hrauni hafi einkennst af meiri vímuefnaneyslu og afbrotahegðun miðað við lýsingar mannanna. Einn úr hópnum lýsir því til að mynda hvernig hann átti í ekki í neinum vandræðum með að koma fíkniefnum inn í fangelsið og selja þau til annarra neytenda. „Ég var alltaf með fíkniefni í fangelsi. Ég kom með fullt af fíkniefnum inn í fangelsið og var þarna inni í níu mánuði. Ég var dópaður allan tímann og var að selja hass og amfetamín þarna inni á Litla- Hrauni.“ Stimplaðir og niðurlægðir Mennirnir sem rætt var við eiga það allir sameiginlegt að fjölmiðlar birtu nöfn þeirra ásamt mynd í fréttum. Þeir upplifðu bein áhrif stimplunar eða skynjaða stimplun í samfélagsaðlöguninni. Einn þeirra talaði um að oft hefði verið greint frá fangelsisdóminum í fjölmiðlum: „Þú átt að trúa einhliða frásögn sem að verður til þess að þú þarft að dæma viðkomandi og þú þarft einhvern veginn að taka afstöðu til þess að útiloka hann og „shamea“ hann. Stimplunin af því að vera í fjölmiðlum, hún er jafnvel verri heldur en raunverulega fangelsið.“ Annar þeirra lýsir því hvernig hann hafi fengið afbrotastimpilinn vegna fréttaumfjöllunar um dóminn sem hann hlaut. Hans upplifun af stimplun hafi haft neikvæðari áhrif á hann en fangelsisvistin og afbrotin sem hann framdi. Hann hafi fundið fyrir mikilli skömm þegar fjölmiðlar nafngreindu hann opinberlega og þar með fjölskyldu hans. „Þetta er í raun og veru eina skiptið sem ég hef virkilega skammast mín eftir á, og þetta var ekki til þess að maður myndi eitthvað hætta eða svoleiðis, bara frekar að maður færi í meiri uppreisn.“ Sá þriðji úr hópnum segist hafa upplifað að lögreglan færði fjölmiðlum rangar eða samhengislausar upplýsingar um mál hans til að skapa óraunhæfa mynd af honum. Með þeim upplýsingum fylgdi nafnbirting sem og mynd af honum á forsíðunni sem hafði neikvæð áhrif á hann og fjölskyldu hans. Þar með var hann orðinn stimplaður sem hættulegur og vondur einstaklingur sem braut gegn skrifuðum reglum samfélagsins. Í niðurstöðum rannsóknar Andreu kemur fram fyrrum fangar verði fyrir samtvinnun á lögmætum tækifærum í samfélaginu vegna áhrifa stimplunar og vímuefnavandkvæða.Vísir/Vilhelm „Það fór ekki að hafa áhrif á mig fyrr en ég sá að lögreglan og saksóknari var að dæla fölsum upplýsingum í fjölmiðla, þá hafði það áhrif á það því það var ekkert sem ég gat gert,“ segir hann og bætir við: „Mamma sagði mér einhvern tímann þegar hún labbaði inn í Hagkaup, þá voru fjórtán kassar, allir með mynd mér á forsíðunni og hún náttúrlega bara sá það og hendir kerrunni frá sér og hljóp út. Þetta hefur gífurleg áhrif á aðstandendur." Flestir viðmælandanna urðu fyrir fordómum vegna einkenna eða eiginleika þeirra á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. Einn þeirra rifjar upp upplifun sína á viðhorfi lögreglumanns sem hann segir hafa verið fullan af fordómum. „Í gæsluvarðhaldinu þurfti ég að fara til tannlæknis og var niðurlægður á rosalegan hátt. Ég var látinn vera í handjárnum og var handjárnaður við lögregluna á meðan ég var í stólnum. Heldurðu að ég vilji fara til þess tannlæknis aftur? Nei.“ Tengslin við fjölskyldu voru hvatning Viðmælendur höfðu allir dregið úr frávikshegðun þegar þeir leituðu sér hjálpar við vímuefnavandanum. Hvatinn til þess að skilja við þann kafla í lífinu einkenndist af tilfinningatengslum við fjölskyldu og þátttöku þeirra í samfélaginu. Einn úr hópnum lýsir því hvernig samfélagsaðlögun hans einkenndist af sterkum tengslum við fjölskyldu sem og skuldbindingu. Eftir að hann varð edrú skráði hann sig í lögfræðinám. „Samskipti mín við fjölskylduna eftir að ég verð edrú hafa verið geðveikt góð,“ segir hann. „Það náttúrulega krafðist þess líka að ég tæki svolítið ábyrgð á sjálfum mér, ábyrgð á því sem ég hef gert og svo framvegis.“ Þá segir annar: „Ég geri bara besta úr hlutunum og slíkt hugarfar ásamt því að vera edrú í fangelsinu kom mér í gegnum það og þú nýtir tímann sem best og með því að læra og það er munurinn kannski á fyrri afplánun og seinni er að í fyrri gerði ég ekkert, ég ætlaði bara að halda áfram á sömu stefnu. Þér finnst alltaf að það sé verið að refsa þér og þú verður illur og vondur út í kerfið. Á meðan í seinni geri ég allt til að læra eins og mikið og ég gat.“ Sá þriðji úr hópnum lýsir því jafnframt hvernig samfélagsaðlögun hans einkenndist af sterkum tengslum við fjölskyldu og þátttöku í starfsemi samfélagsins. „Ábyrgðartilfinning kom í raun og veru þegar ég eignast mitt fyrsta barn. Þá upplifði ég löngun til þess að hætta og ég upplifði það, ég vildi ekki að hún myndi alast upp við það að koma í fangelsi til pabba síns.“ Fjölmiðlar hafi mikil völd Í niðurstöðum rannsóknar Andreu kemur fram að fyrrverandi fangar verði fyrir samtvinnun á lögmætum tækifærum í samfélaginu vegna áhrifa stimplunar og vímuefnavandkvæða. Út frá upplifun viðmælenda megi greina að áhrif stimplunar hafi verið sýnileg og nánast áþreifanleg í samfélagsaðlöguninni. Flestir viðmælendur greindu frá því að samfélagsaðlögunin hefði orðið farsælli ef fjölmiðlar hefðu ekki stimplað þá og ýtt undir brennimerkinguna. Út frá upplifun viðmælenda má greina að meðferðarúrræðum er ábótavant í fangelsum gagnvart vandkvæðum fanga og þá sérstaklega vímuefnavanda sem hefur veruleg áhrif á samfélagsaðlögunina og eykur líkur á áframhaldandi frávikshegðun. Allir nema einn viðmælandi greindu frá því að vistun í fangelsi hafi orðið þeim áfall en þeir upplifðu að ekkert úrræði stæði til boða fyrir þá að vinna úr áfallinu. Framvinda enduraðlögunarferlisins að samfélaginu var þar af leiðandi sambærileg hjá flestum viðmælendum og einkenndist af meiri afbrotum og vímuefnaneyslu. Þeir voru samhljóða um að fangelsi sem stofnun væri ekki staður til þess að betra fólk heldur hegna því fyrir að brjóta lög samfélagsins. Ástæða endurkomu þeirra í fangelsi hélst í hendur við skort á lögmætum tækifærum í samfélagsaðlöguninni. Því er upplifun þeirra mótsögn við markmið þeirrar betrunarstefnu sem er við lýði hér á landi. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vímuefnavandi er vandamál hjá föngum hér á landi og eykur líkur á endurteknum brotum. Því þarf að hlúa betur að þeim einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda bæði innan heilbrigðiskerfisins og í fangelsunum, til að sporna gegn afbrotum. Einnig er ljóst að fjölmiðlar hafa að þessu leyti mikil völd í samfélaginu þar sem þeir miðla neikvæðum fréttum af fyrrverandi föngum og hafa þannig neikvæð áhrif á viðhorf almennings til þeirra og sömuleiðis á enduraðlögunarferlið sem ýtir undir endurtekin brot. Mögulega þarf að endurskoða nafnbirtingar og myndbirtingar af afbrotamönnum til að draga úr áhrifum stimplunar.“ Fangelsismál Fjölmiðlar Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Fyrrverandi fangar verða fyrir töluverðri stimplun af fjölmiðlum, sem hefur neikvæð áhrif á samfélagsaðlögunina og ýtir undir endurkomu þeirra í fangelsi. Upplifun flestra þeirra er sú að fangelsi séu tól til að refsa einstaklingum og stuðli ekki að endurhæfingu því úrræði í fangelsum séu fá. Farsæl samfélagsaðlögun einkennist af sterkum félagslegum tengslum við aðra sem og samfélagið þar sem markmið þeirra til atvinnu eða menntunar dregur úr afbrotahegðun. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Andreu Óskar Grettisdóttur við félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í tengslum við verkefnið tók Andrea viðtöl við fimm karlmenn á aldrinum 34–65 ára sem hafa afplánað fangelsisdóm vegna brota gegn lögum um ávana- og fíkniefni og hafa síðan náð að aðlagast íslensku samfélagi. Andrea Ósk Grettisdóttir.Aðsend Afbrot voru eina leiðin til að lifa af Mennirnir sem rætt var við eiga það sameiginlegt hafa verið háðir ólöglegum vímuefnum fyrir og eftir fangelsisvistunina. Þeir voru allir sammála um að afbrotahegðun þeirra stafaði af fíkniefnaneyslu. Einn úr hópnum lýsir því hvernig afbrot voru eina leiðin til þess að fá tekjur til að framfleyta sér. Afbrotahegðun var álitin sem eðlilegur hlutur ef skortur var á lífsgæðum. Þegar vímuefnaneysla hans var orðin mikil dró úr lífsgæðunum og því hefði verið eðlilegt að byrja að smygla fíkniefnum. „Ég var bara að nota þannig að ég rétt svo hafði efni á minni eigin neyslu. Þá var stór áhrifaþáttur að vera peningalítill.“ Eitt af því sem einkenndi upplifun þátttakenda eftir afplánun var að fangelsi var hvorki staður sem stuðlaði að því að betra einstaklinginn né uppbyggjandi til að hann gæti átt farsæla endurkomu út í samfélagið. Allir fóru einu sinni eða oftar í fráhvarfsmeðferð á Vogi áður en þeir frömdu afbrotið sem þeir fengu dóm fyrir. Þeir voru samhljóða um að vímuefnameðferðirnar báru lítinn árangur og fóru þeir inn í fangelsið sem virkir neytendur. Mennirnir sem rætt var við áttu það allir sameiginlegt að fjölmiðlar birtu nöfn þeirra ásamt mynd í fréttum. Þeir upplifðu bein áhrif stimplunar eða skynjaða stimplun í samfélagsaðlöguninni.Vísir/Vilhelm Enginn af þeim segist hafa fengið viðeigandi meðferð í fangelsinu, hvort sem það var í tengslum við vímuefnavanda eða önnur vandkvæði. Því hafi þeir haldið neyslu sinni áfram úti í samfélaginu eftir afplánun. Allir nema tveir af viðmælendunum voru dæmdir aftur í fangelsi innan þriggja ára eftir afplánun en tveir þeirra fengu óskilorðsbundinn dóm. Óhætt er að segja að fangelsisvistin á Litla-Hrauni hafi einkennst af meiri vímuefnaneyslu og afbrotahegðun miðað við lýsingar mannanna. Einn úr hópnum lýsir því til að mynda hvernig hann átti í ekki í neinum vandræðum með að koma fíkniefnum inn í fangelsið og selja þau til annarra neytenda. „Ég var alltaf með fíkniefni í fangelsi. Ég kom með fullt af fíkniefnum inn í fangelsið og var þarna inni í níu mánuði. Ég var dópaður allan tímann og var að selja hass og amfetamín þarna inni á Litla- Hrauni.“ Stimplaðir og niðurlægðir Mennirnir sem rætt var við eiga það allir sameiginlegt að fjölmiðlar birtu nöfn þeirra ásamt mynd í fréttum. Þeir upplifðu bein áhrif stimplunar eða skynjaða stimplun í samfélagsaðlöguninni. Einn þeirra talaði um að oft hefði verið greint frá fangelsisdóminum í fjölmiðlum: „Þú átt að trúa einhliða frásögn sem að verður til þess að þú þarft að dæma viðkomandi og þú þarft einhvern veginn að taka afstöðu til þess að útiloka hann og „shamea“ hann. Stimplunin af því að vera í fjölmiðlum, hún er jafnvel verri heldur en raunverulega fangelsið.“ Annar þeirra lýsir því hvernig hann hafi fengið afbrotastimpilinn vegna fréttaumfjöllunar um dóminn sem hann hlaut. Hans upplifun af stimplun hafi haft neikvæðari áhrif á hann en fangelsisvistin og afbrotin sem hann framdi. Hann hafi fundið fyrir mikilli skömm þegar fjölmiðlar nafngreindu hann opinberlega og þar með fjölskyldu hans. „Þetta er í raun og veru eina skiptið sem ég hef virkilega skammast mín eftir á, og þetta var ekki til þess að maður myndi eitthvað hætta eða svoleiðis, bara frekar að maður færi í meiri uppreisn.“ Sá þriðji úr hópnum segist hafa upplifað að lögreglan færði fjölmiðlum rangar eða samhengislausar upplýsingar um mál hans til að skapa óraunhæfa mynd af honum. Með þeim upplýsingum fylgdi nafnbirting sem og mynd af honum á forsíðunni sem hafði neikvæð áhrif á hann og fjölskyldu hans. Þar með var hann orðinn stimplaður sem hættulegur og vondur einstaklingur sem braut gegn skrifuðum reglum samfélagsins. Í niðurstöðum rannsóknar Andreu kemur fram fyrrum fangar verði fyrir samtvinnun á lögmætum tækifærum í samfélaginu vegna áhrifa stimplunar og vímuefnavandkvæða.Vísir/Vilhelm „Það fór ekki að hafa áhrif á mig fyrr en ég sá að lögreglan og saksóknari var að dæla fölsum upplýsingum í fjölmiðla, þá hafði það áhrif á það því það var ekkert sem ég gat gert,“ segir hann og bætir við: „Mamma sagði mér einhvern tímann þegar hún labbaði inn í Hagkaup, þá voru fjórtán kassar, allir með mynd mér á forsíðunni og hún náttúrlega bara sá það og hendir kerrunni frá sér og hljóp út. Þetta hefur gífurleg áhrif á aðstandendur." Flestir viðmælandanna urðu fyrir fordómum vegna einkenna eða eiginleika þeirra á hinum ýmsum sviðum samfélagsins. Einn þeirra rifjar upp upplifun sína á viðhorfi lögreglumanns sem hann segir hafa verið fullan af fordómum. „Í gæsluvarðhaldinu þurfti ég að fara til tannlæknis og var niðurlægður á rosalegan hátt. Ég var látinn vera í handjárnum og var handjárnaður við lögregluna á meðan ég var í stólnum. Heldurðu að ég vilji fara til þess tannlæknis aftur? Nei.“ Tengslin við fjölskyldu voru hvatning Viðmælendur höfðu allir dregið úr frávikshegðun þegar þeir leituðu sér hjálpar við vímuefnavandanum. Hvatinn til þess að skilja við þann kafla í lífinu einkenndist af tilfinningatengslum við fjölskyldu og þátttöku þeirra í samfélaginu. Einn úr hópnum lýsir því hvernig samfélagsaðlögun hans einkenndist af sterkum tengslum við fjölskyldu sem og skuldbindingu. Eftir að hann varð edrú skráði hann sig í lögfræðinám. „Samskipti mín við fjölskylduna eftir að ég verð edrú hafa verið geðveikt góð,“ segir hann. „Það náttúrulega krafðist þess líka að ég tæki svolítið ábyrgð á sjálfum mér, ábyrgð á því sem ég hef gert og svo framvegis.“ Þá segir annar: „Ég geri bara besta úr hlutunum og slíkt hugarfar ásamt því að vera edrú í fangelsinu kom mér í gegnum það og þú nýtir tímann sem best og með því að læra og það er munurinn kannski á fyrri afplánun og seinni er að í fyrri gerði ég ekkert, ég ætlaði bara að halda áfram á sömu stefnu. Þér finnst alltaf að það sé verið að refsa þér og þú verður illur og vondur út í kerfið. Á meðan í seinni geri ég allt til að læra eins og mikið og ég gat.“ Sá þriðji úr hópnum lýsir því jafnframt hvernig samfélagsaðlögun hans einkenndist af sterkum tengslum við fjölskyldu og þátttöku í starfsemi samfélagsins. „Ábyrgðartilfinning kom í raun og veru þegar ég eignast mitt fyrsta barn. Þá upplifði ég löngun til þess að hætta og ég upplifði það, ég vildi ekki að hún myndi alast upp við það að koma í fangelsi til pabba síns.“ Fjölmiðlar hafi mikil völd Í niðurstöðum rannsóknar Andreu kemur fram að fyrrverandi fangar verði fyrir samtvinnun á lögmætum tækifærum í samfélaginu vegna áhrifa stimplunar og vímuefnavandkvæða. Út frá upplifun viðmælenda megi greina að áhrif stimplunar hafi verið sýnileg og nánast áþreifanleg í samfélagsaðlöguninni. Flestir viðmælendur greindu frá því að samfélagsaðlögunin hefði orðið farsælli ef fjölmiðlar hefðu ekki stimplað þá og ýtt undir brennimerkinguna. Út frá upplifun viðmælenda má greina að meðferðarúrræðum er ábótavant í fangelsum gagnvart vandkvæðum fanga og þá sérstaklega vímuefnavanda sem hefur veruleg áhrif á samfélagsaðlögunina og eykur líkur á áframhaldandi frávikshegðun. Allir nema einn viðmælandi greindu frá því að vistun í fangelsi hafi orðið þeim áfall en þeir upplifðu að ekkert úrræði stæði til boða fyrir þá að vinna úr áfallinu. Framvinda enduraðlögunarferlisins að samfélaginu var þar af leiðandi sambærileg hjá flestum viðmælendum og einkenndist af meiri afbrotum og vímuefnaneyslu. Þeir voru samhljóða um að fangelsi sem stofnun væri ekki staður til þess að betra fólk heldur hegna því fyrir að brjóta lög samfélagsins. Ástæða endurkomu þeirra í fangelsi hélst í hendur við skort á lögmætum tækifærum í samfélagsaðlöguninni. Því er upplifun þeirra mótsögn við markmið þeirrar betrunarstefnu sem er við lýði hér á landi. „Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vímuefnavandi er vandamál hjá föngum hér á landi og eykur líkur á endurteknum brotum. Því þarf að hlúa betur að þeim einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda bæði innan heilbrigðiskerfisins og í fangelsunum, til að sporna gegn afbrotum. Einnig er ljóst að fjölmiðlar hafa að þessu leyti mikil völd í samfélaginu þar sem þeir miðla neikvæðum fréttum af fyrrverandi föngum og hafa þannig neikvæð áhrif á viðhorf almennings til þeirra og sömuleiðis á enduraðlögunarferlið sem ýtir undir endurtekin brot. Mögulega þarf að endurskoða nafnbirtingar og myndbirtingar af afbrotamönnum til að draga úr áhrifum stimplunar.“
Fangelsismál Fjölmiðlar Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira