Kaupin á Doku hafa legið í loftinu síðustu daga en Englands- og Evrópumeistararnir staðfestu félagaskiptin í dag en kaupverðið er talið vera um 55 milljónir punda. Doku hefur leikið með Rennes síðan árið 20202 en þá kom hann til liðsins frá Anderlecht.
Doku hefur leikið 16 landsleiki fyrir Belgíu og skorað í þeim tvö mörk. Honum er ætlað að fylla skarð Riyad Mahrez sem fór til Al-Ahli í sumar.
We're delighted to confirm the signing of @JeremyDoku pic.twitter.com/DPzTWiniKC
— Manchester City (@ManCity) August 24, 2023
Doku hafði verið orðaður við nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni í sumar og hafnaði Rennes meðal annars tilboði frá West Ham fyrr í mánuðinum.
Doku er þriðju stóru kaup City fyrir tímabilið en Króatarnir Mateo Kovacic og Josko Gvardiol eru hinir tveir.
„Ég er ungur leikmaður sem á eftir læra og bæta mig mikið. Að vinna með Pep Guardiola og hans starfsliði og að spila með þessum heimsklassa leikmönnum mun gera mig að mun betri leikmanni. Ég er handviss um það,“ sagði Doku þegar félagaskiptin voru í höfn.