Messi búinn að koma Inter Miami í annan úrslitaleik: Hetja án þess að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:00 Lionel Messi fagnar marki hjá Inter Miami í nótt. Getty/Andy Lyons Lionel Messi skoraði reyndar ekki í nótt en hann var samt aðalmaðurinn þegar lið hans Inter Miami tryggði sér sæti í öðrum úrslitaleiknum á tímabilinu eftir að sá argentínski gekk til liðs við félagið. Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira