Mistókst aftur að koma gervihnetti á braut um jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2023 22:08 Þessi myndir sýnir fyrstu tilraun Norður-Kóreu til að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Annað geimskot misheppnaðist í dag og stendur til að reyna í þriðja sinn í október. AP/KCNA Geimvísindamönnum og verkfræðingum Norður-Kóreu mistókst aftur í dag að koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Gera á þriðju tilraunina í október, samkvæmt yfirvöldum í einræðisríkinu. Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum. Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA, segir villu hafa komið upp við geimskotið og unnið sé að því að greiða úr vandanum. Síðast reyndu Kóreumenn að skjóta njósnagervihnetti á braut um jörðu í maí. Þá lenti eldflaugin í hafinu skömmu eftir flugtak. Þá fór eitthvað úrskeiðis milli fyrsta og annars stigs eldflaugarinnar. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hefur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, lýst því yfir að hann vilji gervihnött til að fylgjast með Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Ríkisstjórn Kim hefur lengi unnið að þróun eldflauga sem eiga meðal annars að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Herforingjaráð Suður-Kóreu tilkynnti í dag að eldflaugaskot hefði greinst frá Norður-Kóreu en ráðamenn þar höfðu látið Japani vita af því að þeir ætluðu sér að skjóta gervihnetti á loft í dag. Undanfarin ár hefur spennan á Kóreuskaganum aukist jafnt og þétt og þykir hún mjög mikil. Kim hefur ekki viljað taka þátt í viðræðum um kjarnorkuvopn sín, þar sem hann telur þau tryggingu gegn því að honum verði komið frá völdum.
Norður-Kórea Geimurinn Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Viðurkenna að þau hafi Travis í haldi Norður-kóresk stjórnvöld hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þau hafi bandaríska hermanninn Travis King í haldi. Um er að ræða fyrstu svör þeirra við fyrirspurnum Sameinuðu þjóðanna um það hvar hermaðurinn sé niðurkominn. 3. ágúst 2023 23:30
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43