Börnum bjargað úr kláfi sem festist í þrjú hundruð metra hæð Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 18:27 Pakistanska þjóðin hefur fylgst náið með björgunaraðgerðum í dag. AP/K.M. Chaudary Pakistanskir sérsveitarhermenn og aðrir björgunaraðilar hafa bjargað sex börnum og tveimur kennurum úr kláfi sem hangir í um þrjú hundruð metra hæð. Fólkið festist í kláfinum þegar einn kaplanna sem heldur honum uppi slitnaði en hermennirnir björguðu þeim úr þyrlu í mjög erfiðri björgunaraðgerð. Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023 Pakistan Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Erfitt hefur verið að komast að kláfinum á þyrlunum og hefur þurft margar tilraunir til að bjarga börnunum. Undir kvöld, þegar birtan minnkaði var brugðið á það ráð að tengja nokkurs konar aparólu við kláfinn og virðist sem hinum hafi varið bjargað þannig. Það var gert með því að senda menn á litlum kláf eftir kaplinum sem slitnaði ekki og setja upp aparóluna. Hún var svo notuð til að bjarga börnunum og kennurunum. Umræddur kláfur er í stjrálbýlum norðurhluta Pakistan en samkvæmt frétt BBC má finna heimagerða kláfa víða á svæðinu. Þeir eru oft gerðir úr brotajárni og notaðir til að flytja fólk yfir ár og gljúfur, þar sem aðrar samgönguleiðir eru ekki til staðar. Slys og dauðsföll sem snúa að kláfum sem þessum eru tíð í Pakistan. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd. Annað sýnir björgun barns með þyrlu í dag og hitt sýnir hvernig einum var bjargað úr kláfinu með aparólunni. Anwaar ul Haq Kakar er starfandi forsætisráðherra Pakistan. Hann segir sér létt eftir að fólkinu var bjargað og hrósar björgunaraðilum fyrir afrekið. Relieved to know that Alhamdolillah all the kids have been successfully and safely rescued. Great team work by the military, rescue departments, district administration as well as the local people. https://t.co/2gPq2Q51Xi— Anwaar ul Haq Kakar (@anwaar_kakar) August 22, 2023
Pakistan Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent