Grátbáðu Hermoso um að koma fram í fyrirgefningarmyndbandi eftir kossinn alræmda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 14:01 Bakkabræðurnir Luis Rubiales og Jorge Vilda fagna heimsmeistaratitli Spánverja. getty/Maja Hitij Forseti spænska knattspyrnusambandsins grátbað Jennifer Hermoso um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á að hafa kysst hana á munninn eftir úrslitaleik HM. Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales. Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Sem frægt var smellti Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kossi á munn Hermosos þegar hún tók við verðlaunum sínum eftir úrslitaleik HM. Þar vann Spánn England með einu marki gegn engu. Eftir að hafa upphaflega sagt öllum sem gagnrýndu hann til syndanna fann Rubiales sig knúinn til að biðjast afsökunar á kossinum fræga. Hermoso sagðist fyrst ekkert hafa verið fyrir kossinn gefin en skömmu síðar kvað við annan tón og hún afsakaði hegðun Rubiales. „Þetta gerðist bara í hita augnabliksins sökum þeirrar gríðarlegu ánægju sem fylgir því að vinna heimsmeistaratitilinn,“ segir Hermoso í yfirlýsingu sem AFP fréttaveitunni barst frá spænska knattspyrnusambandinu. „Við forsetinn eigum í góðu sambandi. Hegðun hans, gagnvart okkur öllum, hefur verið framúrskarandi. Þetta var bara hans leið til þess að sýna ástúð og þakklæti.“ Samkvæmt frétt miðilsins Revelo grátbað Rubiales Hermoso einnig um að koma fram í myndbandi þar sem hann baðst afsökunar á kossinum. Hún neitaði því. Þá leitaði Rubiales til þjálfara spænska liðsins, Jorge Vilda, og fékk hann með sér í lið. Á leiðinni heim frá Ástralíu talaði Vilda þrisvar sinnum við fjölskyldu Rubiales til að reyna að sannfæra hana um að koma fram í myndbandinu. Hermoso gaf sig hins vegar ekki og Rubiales var einn í afsökunarmyndbandinu sem var tekið á flugvelli í Doha. Vilda er sjálfur kominn í klandur eftir að myndband af honum þar sem hann sést klípa í brjóst samstarfskonu sinnar birtist á samfélagsmiðlum. Vilda er afar umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og sagt að hann hefði slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Vilda hefur þó alltaf notið stuðnings Rubiales.
Spænski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31 Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Greip um klofið á sér í leikslok og kyssti fleiri leikmenn Forseti spænska knattspyrnusambandsins hneykslaði marga með framkomu sinni á úrslitaleik HM kvenna og nú hefur komið í ljós að hann gerð mun meira en bara að smella rembingskossi á einn leikmenn spænska liðsins á verðlaunapallinum. 22. ágúst 2023 09:31
Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20. ágúst 2023 23:31
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn